Íslandsmeistararnir og hraðskákmeistararnir mætast

Í gær var dregið í aðra umferð Hraðskákeppni taflfélaga. Íslandsmeistarar Hugins og hraðskákmeistarar taflfélaga, Taflfélags Reykjavíkur, mætast í átta liða úrslitum en þessi lið mættust í úrslitum í fyrra. Einnig var dregið í Litlu bikarkeppnina sem nú fer fram í fyrsta sinn en þar mætast liðin sem töpuðu í fyrstu umferð. Það var Ólafur S. Ásgrímsson, yfirdómari…

Jón Viktor Gunnarsson sigraði á Borgarskákmótinu

Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson sem tefldi fyrir Malbikunarstöðina Höfða sigraði á 28. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Hann sigraði alla andstæðinga sína og kom í mark með 7 vinninga. Jón Viktor sigraði einnig mótið í fyrra en þá hlaut hann 6 1/2 vinning. Formaður borgarráðs og staðgengill Borgarstjóra Sigurður Björn…

Borgarskákmótið verður haldið nk. föstudag.

Borgarskákmótið fer fram föstudaginn 14. ágúst, og hefst það kl. 16:00 með því að S. Björn Blöndal formaður borgarráðs setur mótið og leikur fyrsta leiknum. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar…

Hraðskákkeppni taflfélaga: 1. umferð

Hraðskákkeppni taflfélaga: 1. umferð UMSB – TR mætast í Feninu í kvöld, mánudag, kl. 19.30 TRuxvi – Kvennalandsliðið mætast í Feninu í kvöld, mánudag, kl. 19.30 SSON og TG mætast í Fishersetrinu kl. 19.30, miðvikudaginn 12. ágúst. SA – Fjölnir kl. 20:00, miðvikudaginn 12. ágúst í SÍ. Huginn A – Skákfélag Reykjanesbæjar, Fimmtudaginn 13. ágúst kl. 20 í Huginsheimilinu í Mjóddinni…

Meistarmót Hugins (suðursvæði) hefst mánudaginn 24. ágúst

Meistaramót Hugins (suðursvæði) 2016 hefst miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót sem lýkur 19. september. Leyft verður að taka 2 yfirsetur í 1.-5. umferð sem tilkynna þarf um fyrir lok næstu umferðar á undan. Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik. Mótið er öllum opið og er…

Hraðskákkeppnin: Garðbæingar fara austur fyrir fjall

Í dag var dregið í fyrstu umferð Hraðskákkeppni taflfélaga. Sautján lið og taka þátt og því fer ein viðureign fram í forkeppni. Í fyrstu umferð má nefna að Selfyssingar taka á móti Garðbæingum og Skákfélag Akureyrar mætir Skákdeild Fjölnis. Pörun forkeppni: TRuxvi – Kvennalandsliðið Pörun fyrstu umferðar (16 liða úrslit) Skákfélagið Huginn-b – Skákgengið Vinaskákfélagið…