Hraðskákkeppni taflfélaga: Huginn b-sveit lagði Taflfélag Garðabæjar örugglega

Huginn b-sveit og Taflfélag Garðabæjar (TG) áttust við í 8 liða úrslitum Hraðskákkepni taflfélaga í gærkvöldi. Viðureignin fór fram í glæsilegum húsakynnum TG í Garðabænum. Skemmst er frá þvi að segja að Huginn vann öruggan sigur með tölunum 60-12 en nokkra lykilmenn vantaði í lið Garbæinga. Bestum árangri Huginsmanna náði Sæberg Sigurðsson sem hlaut 11½…

Meistaramót: Búið að para í 3. umferð

Annarri umferð Meistaramóts Hugins lauk í kvöld með viðureign Snorra Þórs Sigurðssonar og Jóns Eggert Hallsonar, þar sem Snorri stýrði hvítu mönnunum til sigurs, þótt Jón Eggert hafi reynt ýmsar brellur þegar halla tók undan fæti. Búið er að raða í 3. umferð sem tefld verður fimmtudaginn 27. ágúst og hefst kl. 19.30. Þá mætast…

Hraðskákkeppni taflfélaga: Bolvíkingar lögðu Vinaskákfélagið

TB lagði Vinaskákfélagið að velli með 40 vinningum gegn 32 í stórleik 16 liða úrslita sem fram fór í gær.   Bestir heimamanna (Vinaskákfélagið) voru: Elvar Guðmundsson 10 vinningar Don Róbert 8 Flesta vinninga T.B. fengu: Halldór Grétar 10 Guðni Stefán 8 Sæbjörn Guðfinnsson 7 Teflt var í félagsheimili Vinaskákfélagsins, VIN við Hverfisgötu undir öruggri handleiðslu…

Skákþing Norðlendinga 2015 (Haustmót SA)

Skákþing Norðlendinga verður haldið í félagsheimili SA á Akureyri dagana 18. – 20. september 2015. Mótið er jafnframt Haustmót Skákfélags Akureyrar. Telfdar verða sjö umferðir. Fyrstu fjórar umferðirnar verða atskákir (25 mín) en lokaumferðirnar þrjár verða kappskákir (90 mín + 30 sek fyrir hvern leik). Dagskrá: 1-4. umferð föstudaginn 18. september kl. 20.00. umferð laugardaginn…

Mörg óvænt úrslit í fyrstu umferð Meistaramóts Hugins.

Meistaramót Hugins hófst í gær. Mikið var um óvænt úrslit í fyrstu umferð. Engin úrslit komu þó meira á óvart en sigur Alexanders Olivers Mai (1231) á Birki Karli Sigurðssyni (1815). Þrír ungir og efnilegir skákmenn gerðu jafntefli við mun stigahærri andstæðinga. Það voru þeir Róbert Luu (1460), Hjörtur Kristjánsson (1281) og Stefán Orri Davíðsson…

Selfyssingar unnu Borgfirðinga í Litlu bikarkeppninni

Litla bikarkeppnin hófst í gær en það er bikarkeppni þeirra félaga sem töpuðu í fyrstu umferð Hraðskákkeppni taflfélaga. Borgfirðingar (UMSB) sóttu Selfyssinga (SSON) heim í Fischersetur. Selfyssingar unnu 38-34 eftir spennandi viðureign. Formaður SSON, Björgvin Smári Guðmundsson, var bestur heimamanna en Kristinn Jens Sigurþórsson var bestur gestanna. SSON vs UMSB 38-34. SSON Björgvin Smári 9 v…

Meistaramót Hugins B-flokkur hefst mánudaginn 24. ágúst kl. 18

B-flokkur Meistaramóts Hugins (suðursvæði) 2015 hefst mánudaginn 24. ágúst klukkan 18:00. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót sem lýkur 8. september (A-flokki líkur 7. september). Leyft verður að taka 1 yfirsetu í 1.-5. umferð sem tilkynna þarf um fyrir lok næstu umferðar á undan. Umhugsunartíminn verður 45 mínútur+30 sek. á leik í B-flokki. Þeir sem…