Ingvar með tvo sigra í röð

Ingvar Þór Jóhannesson vann sigur í sjöttu og sjöundu umferð á Minningarmótinu um Najdorf sem nú stendur yfir í Warsjá í Póllandi. Ingvar er í 31. sæti (18-37) með fjóra vinninga þegar tvær umferðir eu eftir.   Í áttundu umferð teflir Ingvar við stórmeistarann og heimamanninn Kamil Dragun (2586)   Á skákbloggi Ingvars Zibbit Chess má lesa frásögn…

Skráning hafin í Hraðskákkeppni taflfélaga

Hraðskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvæmt nú eftir verslunarmannahelgi. Þetta er í 21. skipti sem keppnin fer fram en Taflfélag Reykjavíkur er núverandi meistari. Í fyrra tóku 16 lið þátt keppninni. Þátttökugjöld eru kr. 7.500 kr. á hverja sveit sem greiðist inn á reikning 327-26-6514, kt. 650214-0640. Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.   Dagskrá mótsins er sem hér…

Hjörvar með jafntefli við Deyri Cori – Sigur í lokaumferðinn

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2559) gerði jafntefli við Deyri Cori (2421), stórmeistara kvenna í níundu og næstsíðustu umferð Benasque-mótsins á Spáni. Hjörvar hefur 6,5 vinning og er í 12.-40. sæti. Í lokaumferðinni sem hófst kl 7. í morgun teflir Hjörvar við ástralska alþjóðlega meistarann Justin Tan (2417). Skákin má sjá hér í beinni. Uppfært kl 11:00. Hjörvar…

Gott gengi Hjörvars á Spáni

Stórmeistarinn og Huginsmaðurinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2559) gerði jafntefli við indverska stórmeistarann B. Adhiban (2627) í sjöttu umferð alþjóðlegs skákmóts sem stendur yfir þessa daganna í Benasque á Spáni. Hjörvar hefur byrjað vel á mótinu og er taplaus með fimm vinninga af sex mögulegum og er í 4.-19. sæti. sem stendur. Í sjöundu umferð, sem fram fer í…

Óskar Víkingur – Pistill frá Porto Mannu

Það voru 124 keppendur á Capo D´Orso Open á Sardiníu og fullt af Íslendingum, t.d. Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, og Friðrik Ólafsson. Það er nú ekkert slæmt að tefla í svoleiðis félagsskap! Þarna voru líka Áskell Kárason, Gunnar Björnsson, Stefán Bergsson, Óskar Long, Loftur Baldvinsson og Hörður Jónasson. Svo voru margir með fjölskyldurnar með og það voru allir…

Mjóddarmótið verður haldið á laugardaginn

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 13. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Frú Sigurlaug en fyrir hana tefldi Einar Hjali Jensson.  Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Upplýsingar um skráða keppendur má finna hér.  Þátttaka er ókeypis! Mjóddarmótið var fyrst…