Hraðskákkeppnin: Garðbæingar fara austur fyrir fjall

Í dag var dregið í fyrstu umferð Hraðskákkeppni taflfélaga. Sautján lið og taka þátt og því fer ein viðureign fram í forkeppni. Í fyrstu umferð má nefna að Selfyssingar taka á móti Garðbæingum og Skákfélag Akureyrar mætir Skákdeild Fjölnis. Pörun forkeppni: TRuxvi – Kvennalandsliðið Pörun fyrstu umferðar (16 liða úrslit) Skákfélagið Huginn-b – Skákgengið Vinaskákfélagið…

Þorsteinn Þorsteinsson á vit Hugins

Fidemeistarinn öflugi, viðskiptafræðingurinn og hvalfangarinn, Þorsteinn Þorsteinsson, er genginn í skákfélagið Hugin. Þorsteinn er sannkallaður hvalreki fyrir félagið enda bæði snjall skákmaður og ötull félagsmálamaður. Þannig mun Þorsteinn jöfnum höndum tefla fyrir hönd Hugins, annast liðsstjórn og taka sæti í öldungaráði félagsins. Þorsteinn  hóf feril sinn í TR á Grensáveginum árið 1971, þá 11 ára.…

Helgi Ólafsson til liðs við Hugin!

Hinn kunni stórmeistari og skákfræðimaður, Helgi Ólafsson, er genginn til liðs við Skákfélagið Hugin. Ljóst er að félaginu er gríðarlegur styrkur að komu Helga enda um að ræða einn allra öflugasta og reyndasta skákmann þjóðarinnar. Ferill Helga er einkar glæsilegur. Árið 1970 varð hann unglingameistari Íslands með 100% árangri. Næstu ár varð Helgi tvívegis skákmeistari…

Ingvar með jafntefli í lokaumferðunum

Ingvar Þór Jóhannesson (2372) gerði jafntefli við stórmeistarann Oleg Romanishin (2475) frá Úkraínu í lokaumferðinni minningarmótsins um Najdorf í Warsjá í dag. Í gær gerði hann jafntefli við pólska stórmeistarann Kamil Dragun (2586) í áttundu umferð. Ingvar endaði mótið í 31. sæti (24-35) með 5 vinninga og sagðist vera sáttur með árangurinn í stuttu spjalli við…

Ingvar með tvo sigra í röð

Ingvar Þór Jóhannesson vann sigur í sjöttu og sjöundu umferð á Minningarmótinu um Najdorf sem nú stendur yfir í Warsjá í Póllandi. Ingvar er í 31. sæti (18-37) með fjóra vinninga þegar tvær umferðir eu eftir.   Í áttundu umferð teflir Ingvar við stórmeistarann og heimamanninn Kamil Dragun (2586)   Á skákbloggi Ingvars Zibbit Chess má lesa frásögn…

Skráning hafin í Hraðskákkeppni taflfélaga

Hraðskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvæmt nú eftir verslunarmannahelgi. Þetta er í 21. skipti sem keppnin fer fram en Taflfélag Reykjavíkur er núverandi meistari. Í fyrra tóku 16 lið þátt keppninni. Þátttökugjöld eru kr. 7.500 kr. á hverja sveit sem greiðist inn á reikning 327-26-6514, kt. 650214-0640. Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.   Dagskrá mótsins er sem hér…

Hjörvar með jafntefli við Deyri Cori – Sigur í lokaumferðinn

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2559) gerði jafntefli við Deyri Cori (2421), stórmeistara kvenna í níundu og næstsíðustu umferð Benasque-mótsins á Spáni. Hjörvar hefur 6,5 vinning og er í 12.-40. sæti. Í lokaumferðinni sem hófst kl 7. í morgun teflir Hjörvar við ástralska alþjóðlega meistarann Justin Tan (2417). Skákin má sjá hér í beinni. Uppfært kl 11:00. Hjörvar…