Borgarskákmótið verður haldið nk. föstudag.

Borgarskákmótið fer fram föstudaginn 14. ágúst, og hefst það kl. 16:00 með því að S. Björn Blöndal formaður borgarráðs setur mótið og leikur fyrsta leiknum. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar…

Hraðskákkeppni taflfélaga: 1. umferð

Hraðskákkeppni taflfélaga: 1. umferð UMSB – TR mætast í Feninu í kvöld, mánudag, kl. 19.30 TRuxvi – Kvennalandsliðið mætast í Feninu í kvöld, mánudag, kl. 19.30 SSON og TG mætast í Fishersetrinu kl. 19.30, miðvikudaginn 12. ágúst. SA – Fjölnir kl. 20:00, miðvikudaginn 12. ágúst í SÍ. Huginn A – Skákfélag Reykjanesbæjar, Fimmtudaginn 13. ágúst kl. 20 í Huginsheimilinu í Mjóddinni…

Meistarmót Hugins (suðursvæði) hefst mánudaginn 24. ágúst

Meistaramót Hugins (suðursvæði) 2016 hefst miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót sem lýkur 19. september. Leyft verður að taka 2 yfirsetur í 1.-5. umferð sem tilkynna þarf um fyrir lok næstu umferðar á undan. Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik. Mótið er öllum opið og er…

Hraðskákkeppnin: Garðbæingar fara austur fyrir fjall

Í dag var dregið í fyrstu umferð Hraðskákkeppni taflfélaga. Sautján lið og taka þátt og því fer ein viðureign fram í forkeppni. Í fyrstu umferð má nefna að Selfyssingar taka á móti Garðbæingum og Skákfélag Akureyrar mætir Skákdeild Fjölnis. Pörun forkeppni: TRuxvi – Kvennalandsliðið Pörun fyrstu umferðar (16 liða úrslit) Skákfélagið Huginn-b – Skákgengið Vinaskákfélagið…

Þorsteinn Þorsteinsson á vit Hugins

Fidemeistarinn öflugi, viðskiptafræðingurinn og hvalfangarinn, Þorsteinn Þorsteinsson, er genginn í skákfélagið Hugin. Þorsteinn er sannkallaður hvalreki fyrir félagið enda bæði snjall skákmaður og ötull félagsmálamaður. Þannig mun Þorsteinn jöfnum höndum tefla fyrir hönd Hugins, annast liðsstjórn og taka sæti í öldungaráði félagsins. Þorsteinn  hóf feril sinn í TR á Grensáveginum árið 1971, þá 11 ára.…

Helgi Ólafsson til liðs við Hugin!

Hinn kunni stórmeistari og skákfræðimaður, Helgi Ólafsson, er genginn til liðs við Skákfélagið Hugin. Ljóst er að félaginu er gríðarlegur styrkur að komu Helga enda um að ræða einn allra öflugasta og reyndasta skákmann þjóðarinnar. Ferill Helga er einkar glæsilegur. Árið 1970 varð hann unglingameistari Íslands með 100% árangri. Næstu ár varð Helgi tvívegis skákmeistari…