Mjóddarmótið verður haldið á laugardaginn
Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 13. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði. Á síðasta ári sigraði Frú Sigurlaug en fyrir hana tefldi Einar Hjali Jensson. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Upplýsingar um skráða keppendur má finna hér. Þátttaka er ókeypis! Mjóddarmótið var fyrst…