Lokaskákæfing á Húsavík í kvöld

Síðasta skákæfing vetrarstarfsins á Húsavík fer fram í Framsýnarsalnum í kvöld kl 20:30.  Veitt verða verðlaun fyrir samanlagðan árangur í vetur og stendur Hlynur Snær Viðarsson best af vígi með 80 vinninga alls.   Hermann Aðalsteinsson kemur honum næstur með 76,5 vinninga. Aðrir félagsmenn geta ekki náð þeim tveimur og stendur því baráttan milli Hlyns…

Atkvöld hjá Huginn mánudaginn 4. maí

Mánudaginn  4. maí 2015 verður atkvöld hjá Skákfélaginu Huginn í Mjóddinni og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á atkvöldinu fær í verðlaun máltíð…

Kristófer efstur á hraðkvöldi Hugins

Kristófer Ómarsson og Elsa María Kristínardóttir voru efst og jöfn með 7v á hraðkvöldi Hugins í Mjóddinni sem haldið var 27. apríl sl. Kristófer hafði betur í stigaútreikningnum og sigraði því í annað skiptið í röð. Elsa María var því í  öðru sæti og þriðji var Vigfús Vigfússon með 6,5v.   Kristófer dró í happdrættinu og í þetta sinn kom…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 27. apríl

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 27. apríl nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudag í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær…

Héraðsmót HSÞ 2015 fer fram á sumardaginn fyrsta

Á morgun, fimmtudaginn 23. apríl sumardaginn fyrsta, fer héraðsmót HSÞ í skák fram í Framhaldsskólanum á Laugum. Mótið hefst kl 15:00 og tefldar verða skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann. Líklega verða tefldar 7. umferðir. Teflt verður í Sigurðarstofu sem er staðsett á þriðju hæð í gamla skóla. Ókeypis er í mótið. Ungir sem aldnir er…

Jón Kristinn og Gabríel umdæmismeistarar Norðurlands-eystra í skólaskák 2015

Jón Kristinn Þorgeirsson og Gabríel Freyr Björnsson unnu sigur hvor í sínum aldursflokki, á umdæmismóti Norðurlands-eystra í skólaskák (kjördæmismótinu) sem fram fór á Laugum í Reykjadal dag. Jón Kristinn vann öruggan sigur í eldri flokki þegar hann lagði alla sína andstæðinga. Benedikt Stefánsson varð í öðru sæti með 3 vinninga af fjórum mögulegum og Jón…