Mjóddarmótið verður haldið á laugardaginn

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 13. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Frú Sigurlaug en fyrir hana tefldi Einar Hjali Jensson.  Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Upplýsingar um skráða keppendur má finna hér.  Þátttaka er ókeypis! Mjóddarmótið var fyrst…

Vigfús og Örn Leó efstir á hraðkvöldi

Vigfús Ó. Vigfússon og Örn Leó Jóhannsson voru efstir og jafnir með 7,5v á hraðkvöldi Hugins sem haldið var 1. júní sl. Þeir gerðu jafnefli í innbyrðis viðureign í næst síðusu umferð. Það sem skildi á milli var að Örn Leó tapaði fyrir Sigurði Ingasyni en Vigfús tapaði fyrir Óskari Haraldssyni. Þessi mismunur skilaði Vigfúsi 2 stigum meira og sigri…

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 13. júní

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 13. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Frú Sigurlaug en fyrir hana tefldi Einar Hjali Jensson.  Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Þátttaka er ókeypis! Mjóddarmótið var fyrst haldið 1999 og hét þá Kosningamót Hellis…

Óskar efstur á lokaæfingunni og í stigakeppni vetrarins.

Síðasta barna- og unglingaæfing  Hugins  fyrir sumarhlé var haldin 18. maí sl. Úrslitin í stigakeppni æfinganna var þá þegar ráðin. Óskar Víkingur Davíðsson var með fimm stiga forskot á Heimir Pál Ragnarsson sem ljóst var að ekki yrði brúað á þessari æfingu þar sem æfingin gaf mest 3 stig. Óskar tók forystuna strax í upphafi og…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 1. júní.

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 1. júní nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Þettta er síðasta hraðkvöld á vormisseri en þau hefjast að nýju í haust. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran eða…

Einar Hjalti alþjóðlegur meistari!

Einar Hjalti Jensson tryggði sér alþjóðlegan meistaratitil í kvöld með frammistöðu sinni á Skákþingi Íslands. Einar lagði Guðmund Kjartansson, fráfarandi Íslandsmeistara í góðri skák í kvöld og tryggði sér þannig loka áfangann að titlinum – Hann hafði þegar tryggt sér stigalágmarkið sem til þarf og er titillinn því í höfn! Einar hefur farið mikinn undanfarið ár,…

Tómas Veigar sigraði á Coca-Cola hraðskákmóti SA

Árlegt Coca-Cola hraðskákmót Skákfélags Akureyrar fór fram í gær í salarkynnum SA í Íþróttahöll Akureyringa. 14 skákkempur á öllum aldri mættu til leiks og háðu lauflétta baráttu í nafni gosdrykkja framleiðandans í alls 13 umferðum. Eftir 13 umferðir varð niðurstaðan sú að Tómas Veigar lauk keppni hálfum vinningi á undan Jóni Kristni Þorgeirssyni, en sá…

Óskar og Alexander efstir á æfingu 4. maí

Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki á Huginsæfingu sem haldin var 4. maí sl. Óskar fékk 4v i 5 skákum og það var Stefán Orri bróðir hans sem lagði Óskar að velli.  Annar varð Dawid Kolka með 3,5v. Næstir komu svo Heimir Páll Ragnarsson, Alec Elías Sigurðarson og Atli Mar Baldurson með 3v en Heimir Páll var þeirra hæstur…