Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 1. júní.

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 1. júní nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Þettta er síðasta hraðkvöld á vormisseri en þau hefjast að nýju í haust. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran eða…

Einar Hjalti alþjóðlegur meistari!

Einar Hjalti Jensson tryggði sér alþjóðlegan meistaratitil í kvöld með frammistöðu sinni á Skákþingi Íslands. Einar lagði Guðmund Kjartansson, fráfarandi Íslandsmeistara í góðri skák í kvöld og tryggði sér þannig loka áfangann að titlinum – Hann hafði þegar tryggt sér stigalágmarkið sem til þarf og er titillinn því í höfn! Einar hefur farið mikinn undanfarið ár,…

Tómas Veigar sigraði á Coca-Cola hraðskákmóti SA

Árlegt Coca-Cola hraðskákmót Skákfélags Akureyrar fór fram í gær í salarkynnum SA í Íþróttahöll Akureyringa. 14 skákkempur á öllum aldri mættu til leiks og háðu lauflétta baráttu í nafni gosdrykkja framleiðandans í alls 13 umferðum. Eftir 13 umferðir varð niðurstaðan sú að Tómas Veigar lauk keppni hálfum vinningi á undan Jóni Kristni Þorgeirssyni, en sá…

Óskar og Alexander efstir á æfingu 4. maí

Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki á Huginsæfingu sem haldin var 4. maí sl. Óskar fékk 4v i 5 skákum og það var Stefán Orri bróðir hans sem lagði Óskar að velli.  Annar varð Dawid Kolka með 3,5v. Næstir komu svo Heimir Páll Ragnarsson, Alec Elías Sigurðarson og Atli Mar Baldurson með 3v en Heimir Páll var þeirra hæstur…

Hlynur Snær æfingameistari Hugins á Húsavík

Hlynur Snær Viðarsson tryggði sér æfingameistaratitil Hugins á norðursvæði á skákæfingu sem fram fór á Húsavík í gær. Hlynur krækti í tvo vinninga á lokaskákæfingunni sem þá fór fram, en Herman Aðalsteinsson, hans helsti keppninautur í vetur fékk fjóra vinninga, en það dugði ekki til. Smári Sigurðsson varð efstur á æfingu gærkvöldins með fimm vinninga…

Lokaskákæfing á Húsavík í kvöld

Síðasta skákæfing vetrarstarfsins á Húsavík fer fram í Framsýnarsalnum í kvöld kl 20:30.  Veitt verða verðlaun fyrir samanlagðan árangur í vetur og stendur Hlynur Snær Viðarsson best af vígi með 80 vinninga alls.   Hermann Aðalsteinsson kemur honum næstur með 76,5 vinninga. Aðrir félagsmenn geta ekki náð þeim tveimur og stendur því baráttan milli Hlyns…

Atkvöld hjá Huginn mánudaginn 4. maí

Mánudaginn  4. maí 2015 verður atkvöld hjá Skákfélaginu Huginn í Mjóddinni og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á atkvöldinu fær í verðlaun máltíð…