Eyþór og Kristján skólameistarar í Stórutjarnaskóla

Eyþór Kári Ingólfsson og Kristján Davíð Björnsson urðu skólameistarar í skák í Stórutjarnaskóla sl. miðvikudag, þegar skólamótið fór þar fram. Eyþór vann eldri flokkinn með 4 vinningum af 5 mögulegum, en Kristján vann allar sínar skákir fimm að tölu í yngri flokknum. tímamörk voru 10 mín og tefldar voru fimm umferðir í báðum aldursflokkum. Lokastaðan…

Ný alþjóðleg skákstig 1. apríl

Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær 1. apríl. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæstu Huginsfélaga með 2560 stig og þriðji stigahæsti Íslendingurinn. Stefán Kristjánsson er níundi með 2485 stig og í 13. sæti er Helgi Áss Grétarsson með 2450 stig. Margir félagsmenn norðan heiða fá sín fyrstu fide-skákstig og unglingarnir hækka verulega frá síðasta lista.…

Sigur Hugins á Íslandsmóti skákfélaga 2015 – Görótt ráðabrugg Hermanns bónda

  Skákfélagið Huginn reit nafn sitt á rollu íslenskrar skáksögu með sigri á nýloknu Íslandsmóti skákfélaga. Fylgt var fimm ára búnaðaráætlun Hermanns Aðalsteinssonar, fjárbónda og formanns félagsins, er hann lagði fram á skerplu árið 2010, ásamt 200 lausavísum um strategíska hugsun í skák og ágæti framsóknarmennsku. Fengu sauðamenn í sveit Goðans sáluga skýr fyrirmæli um…

Tómas Veigar vann páskaskákmót Hugins á Húsavík

Tómas Veigar Sigurðarson vann öruggan sigur á páskaskákmóti Hugins sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Tómas hafði mikla yfirburði á mótin og lagði alla andstæðinga sína að átta að tölu (Rp 2416). Smári Sigurðsson varð í öðru sæti með 7 vinninga og Rúnar Ísleifsson varð þriðji með 5,5 vinninga. Níu keppendur tóku þátt í…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 30. mars

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 30. mars nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær…

Páskaskákmótið á laugardagskvöld

Páskaskákmót Hugins á norðursvæði fer fram laugardagskvöldið 28. mars í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík Mótið hefst kl 20:00 og lýkur fyrir kl 23:00.   Tímamörk eru 10 mín + 5 sek á leik og tefldar verða 7 umferðir (swiss-manager) Mótið verður reiknað til fide-atskákstiga Þátttökugjald er kr 500. Páskaegg í verðlaun fyrir þrjá efstu…

Aron Þór efstur á páskaeggjamóti Hugins

Páskaeggjamót Hugins í Mjódd fór fram síðastliðinn mánudag. Það voru 49 keppendur sem mættu nú til leiks, tefldu 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og var kátt á hjalla allan tímann. Stelpur  fjölmenntu á mótið og voru tæpur helmingur þátttakenda. Þegar upp var staðið voru þrír keppendur efstir og jafnir með 6v en það voru…

Óskar Víkingur sigraði í árangursflokknum á Reykjavíkurskákmótinu

Á nýafstöðnu Reykjavíkurskákmóti tók góður hópur af skákkrökkum frá Huginn þátt í mótinu. Þau stóðu sig öll með miklum sóma. Sumir voru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegu skákmóti eins og Stefán Orri Davíðsson og Sverrir Hákonarson og aðrir voru að vinna sína fyrstu skákir á mótinu. Aðrir eins og Dawid Kolka voru nálægt…