Tómas Veigar vann páskaskákmót Hugins á Húsavík

Tómas Veigar Sigurðarson vann öruggan sigur á páskaskákmóti Hugins sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Tómas hafði mikla yfirburði á mótin og lagði alla andstæðinga sína að átta að tölu (Rp 2416). Smári Sigurðsson varð í öðru sæti með 7 vinninga og Rúnar Ísleifsson varð þriðji með 5,5 vinninga. Níu keppendur tóku þátt í…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 30. mars

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 30. mars nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær…

Páskaskákmótið á laugardagskvöld

Páskaskákmót Hugins á norðursvæði fer fram laugardagskvöldið 28. mars í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík Mótið hefst kl 20:00 og lýkur fyrir kl 23:00.   Tímamörk eru 10 mín + 5 sek á leik og tefldar verða 7 umferðir (swiss-manager) Mótið verður reiknað til fide-atskákstiga Þátttökugjald er kr 500. Páskaegg í verðlaun fyrir þrjá efstu…

Aron Þór efstur á páskaeggjamóti Hugins

Páskaeggjamót Hugins í Mjódd fór fram síðastliðinn mánudag. Það voru 49 keppendur sem mættu nú til leiks, tefldu 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og var kátt á hjalla allan tímann. Stelpur  fjölmenntu á mótið og voru tæpur helmingur þátttakenda. Þegar upp var staðið voru þrír keppendur efstir og jafnir með 6v en það voru…

Óskar Víkingur sigraði í árangursflokknum á Reykjavíkurskákmótinu

Á nýafstöðnu Reykjavíkurskákmóti tók góður hópur af skákkrökkum frá Huginn þátt í mótinu. Þau stóðu sig öll með miklum sóma. Sumir voru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegu skákmóti eins og Stefán Orri Davíðsson og Sverrir Hákonarson og aðrir voru að vinna sína fyrstu skákir á mótinu. Aðrir eins og Dawid Kolka voru nálægt…

Páskaeggjamót Hugins í Mjóddinni

Páskaeggjamót Hugins verður haldið í 23. sinn mánudaginn 23. mars 2015, og hefst taflið kl. 17, þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Páskaeggjamótið kemur í stað mánudagsæfingar. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið er opið öllum krökkum á grunnskólaaldri. Allir þátttakendur keppa í einum flokki en verðlaun verða veitt í tveimur…

Stefán Orri og Halldór Atli í úrslit Barna-Blitz

Stefán Orri Davíðsson og Halldór Atli Kristjánsson voru efstir og jafnir á Huginsæfingu á mánudaginn þegar keppt var um síðustu tvö sætin í úrslitum Barna-Blitz sem fram fer í Hörpunni laugardaginn 14. mars. Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútna umhugsun enda allar digital klukkur félagsins komar niður í Hörpu fyrir Reykjavik Open. Eins og áður sagði…

Skákþing Hugins á Húsavík: Skákir 4.-7. umferðar

Það hefur aðeins farið framhjá fótfráustu mönnum heims að Skákþingi Hugins á norðursvæði lauk um liðna helgi með sigri skógarvarðarins Rúnars Ísleifssonar. Rúnar hefur nú snúið til hefðbundinna starfa, sem í vetur felast aðallega í því að hafa upp á nestiskörfum sem hurfu á dularfullan hátt í skóginum síðasta sumar. Rannsóknardeild skógarins segir málið afar dularfullt…