Fjórir efstir og jafnir á skákþingi Hugins á Húsavík

Smári Sigurðsson, Rúnar Ísleifsson, Hjörleifur Halldórsson og Jakob Sævar Sigurðsson eru efstir með 2,5 vinninga hver eftir þrjár umferðir á Skákþingi Hugins á norðursvæði sem hófst á Húsavík í morgun.  Úrslit í fyrstu þremur umferðunum voru nokkuð eftir bókinni nema helst þau að Sam Rees vann Hermann Aðalsteinsson í fyrstu umferð. Pörun í 4. umferð…

Atkvöld hjá Huginn mánudaginn 2. mars.

Mánudaginn  2. mars 2015 verður atkvöld hjá Skákfélaginu Huginn í Mjóddinni og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á atkvöldinu fær í verðlaun máltíð…

Norðurlandameistarinn og fararstjórinn efstir á hraðkvöldi Hugins

  Dagur Ragnarsson og Gunnar Björnsson létu ekki deigan síga eftir Norðurlandamótið í skólaskák og skelltu sér á hraðkvöld Hugins sl. mánudagskvöld og luku því báðir með 6,5v í sjö skákum. Þeir voru einnig jafnir að stigum og gerðu jafntefli í innbyrðis viðureigninni svo ekki var skilið á milli þeirra. Þeir fara kannski bara saman…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 23. febrúar

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 23. febrúar nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær…

Heimir Páll sigraði á æfingu hjá Huginn

Heimir Páll Ragnarsson, Dawid Kolka og Halldór Atli Kristjánsson fengu allir 4v af 5 mögulegum á æfingu 9. febrúar sl. Þeir tefldu því aukamót um gull, silfur og brons verðlaunin.  Þar var Heimir Páll í 1. sæti, Dawid í öðru sæti og Halldór Atli í því þriðja. Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Dawid Kolka, Halldór Atli Kristjánsson,…

Nóa Siríus mótið: Jón Viktor efstur fyrir lokaumferðina – feðgar gera það gott

Jón Viktor Gunnarsson (2433) er efstur með 6 vinninga að lokinni sjöundu og næstsíðustu umferð Nóa Síríus mótsins, sem fram fór í fyrradag. Jón gerði þá jafntefli við Guðmund Gíslason (2315) í stuttri skák. Guðmundur er í 2.-3. sæti með 5,5 vinning ásamt Jóhanni Ingvasyni (2126) sem hefur farið mjög mikinn á mótinu ásamt syni…

Óskar Víkingur silfurverðlaunahafi á NM í skólaskák

Huginsmaðurinn Óskar Víkingur Davíðsson náði þeim frábæra árangri að ná öðru sætinu á Norðurlandamóti í skólaskák sem fram fór í Klakksvík í Færeyjum um síðustu helgi. Hann er 9 ára og keppti í E-flokki keppenda sem fæddir eru 2004 og 2005 og hefur hann því áfram keppnisrétt í flokkum að ári. Óskar var fimmti í…