Fjórir efstir og jafnir á skákþingi Hugins á Húsavík

Smári Sigurðsson, Rúnar Ísleifsson, Hjörleifur Halldórsson og Jakob Sævar Sigurðsson eru efstir með 2,5 vinninga hver eftir þrjár umferðir á Skákþingi Hugins á norðursvæði sem hófst á Húsavík í morgun.  Úrslit í fyrstu þremur umferðunum voru nokkuð eftir bókinni nema helst þau að Sam Rees vann Hermann Aðalsteinsson í fyrstu umferð. Pörun í 4. umferð…

Atkvöld hjá Huginn mánudaginn 2. mars.

Mánudaginn  2. mars 2015 verður atkvöld hjá Skákfélaginu Huginn í Mjóddinni og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á atkvöldinu fær í verðlaun máltíð…

Norðurlandameistarinn og fararstjórinn efstir á hraðkvöldi Hugins

  Dagur Ragnarsson og Gunnar Björnsson létu ekki deigan síga eftir Norðurlandamótið í skólaskák og skelltu sér á hraðkvöld Hugins sl. mánudagskvöld og luku því báðir með 6,5v í sjö skákum. Þeir voru einnig jafnir að stigum og gerðu jafntefli í innbyrðis viðureigninni svo ekki var skilið á milli þeirra. Þeir fara kannski bara saman…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 23. febrúar

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 23. febrúar nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær…