Heimir Páll sigraði á æfingu hjá Huginn

Heimir Páll Ragnarsson, Dawid Kolka og Halldór Atli Kristjánsson fengu allir 4v af 5 mögulegum á æfingu 9. febrúar sl. Þeir tefldu því aukamót um gull, silfur og brons verðlaunin.  Þar var Heimir Páll í 1. sæti, Dawid í öðru sæti og Halldór Atli í því þriðja. Í æfingunni tóku þátt: Heimir Páll Ragnarsson, Dawid Kolka, Halldór Atli Kristjánsson,…

Nóa Siríus mótið: Jón Viktor efstur fyrir lokaumferðina – feðgar gera það gott

Jón Viktor Gunnarsson (2433) er efstur með 6 vinninga að lokinni sjöundu og næstsíðustu umferð Nóa Síríus mótsins, sem fram fór í fyrradag. Jón gerði þá jafntefli við Guðmund Gíslason (2315) í stuttri skák. Guðmundur er í 2.-3. sæti með 5,5 vinning ásamt Jóhanni Ingvasyni (2126) sem hefur farið mjög mikinn á mótinu ásamt syni…

Óskar Víkingur silfurverðlaunahafi á NM í skólaskák

Huginsmaðurinn Óskar Víkingur Davíðsson náði þeim frábæra árangri að ná öðru sætinu á Norðurlandamóti í skólaskák sem fram fór í Klakksvík í Færeyjum um síðustu helgi. Hann er 9 ára og keppti í E-flokki keppenda sem fæddir eru 2004 og 2005 og hefur hann því áfram keppnisrétt í flokkum að ári. Óskar var fimmti í…

Skákþing Hugins á norðursvæði 2015 – Meistaramót

Skákþing Hugins á norðursvæði fer fram helgarnar 28 feb-1 mars og 7-8. mars nk. Teflt verður í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Dagskrá: Laugardaginn 28. feb kl  10:30   1. umferð   tímamörk 30 mín á mann (atskák) Laugardaginn 28. feb kl  11:30   2. umferð Laugardaginn 28. feb kl  13:30   3. umferð Sunnudagur    1. mars kl 11:00…

Heimir Páll og Birgir Logi efstir á æfingu hjá Huginn

Heimir Páll Ragnarsson sigraði með fullu húsi í eldri flokki á Huginsæfingu  í Mjóddinni þann 2. febrúar sl. Tefldr voru fimm skákir svo Heimir Páll vann þær allar. Annar varð Alec Elías Sigurðsson með 4v. Síðan komu þrír janir með 3v 3n það voru Aron Þór Mai, Óskar Víkningur Davíðsson og Alexander Oliver Mai. Eftir stigaútreiking fékk Aron Þór…

Nóa Siríus mótið: Jón Viktor efstur – Dagur Ragnarsson blandar sér í hóp efstu manna

5. umferð Nóa Siríus mótsins fór fram í kvöld, fimmtudag. Fyrir umferðina voru fjórir efstir og jafnir með 3,5 vinninga: GM Þröstur Þórhallsson (2433),  IM Jón Viktor Gunnarsson (2433) FM Guðmundur Gíslason (2315) og Jón Trausti Harðarson (2067). Þröstur og Guðmundur Gíslason áttu að mætast á 1. borði í umferðinni en skákinni var frestað vegna veðurs. Annar…