Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 26. janúar.

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 26. janúar nk. eða á sjálfan skákdaginn og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að því undanskildu þegar mánudag ber upp á stórhátíð.…

Heimir Páll og Ísak Orri efstir á Hugins æfingu

Heimir Páll Ragnarsson, Alec Elías Sigurðarson og Óskar Víkingur Davíðsson enduðu allir með 5v í eldri flokki á síðustu Huginsæfingu í Mjóddinni. Tefldar voru 5 skákir  og fengu þeir allir 4v út úr skákunum og svo aukavinning fyrir að leysa þraut dagsins á æfingunni. Til að raða þeim í sæti þurfti að grípa til stigaútreiknings og þar…

Tómas Veigar sigurvegari Janúarmótsins – Vestrið með besta liðið

Nú er lokið því mikla og krefjandi verkefni að halda skákmót í fullri lengd fyrir keppendur frá gervöllu Norðurlandi. Janúarmótinu lauk í dag með pompi og prakt þegar riðlarnir tveir mættust í keppni um endanleg sæti í mótinu, sem einnig var liðakeppni. 16 keppendur tókust í hendur og tefldu tvær kappskákir við liðsmann hins liðsins, raðað…

Nóa Siríus mótið: Þröstur efstur með fullt hús – Mikið af óvæntum úrslitum

3. umferð Nóa Siríus mótsins – gestamóts Hugins og Breiðabliks var tefld í kvöld, fimmtudag. Stórmeistarinn og Huginsmaðurinn Þröstur Þórhallsson (2433) hafði betur gegn Hrafni Loftsyni (2165) eftir nákvæma og sundurliðaða taflmennsku og er í forystu með fullt hús að loknum þrem umferðum.         Það var sannarlega nóg af flugeldasýningum í umferðinni…

Úrslitakeppni Janúarmótsins fer fram á laugardag

Úrslitakeppnin Janúarmótsins (playoff) hefst kl 10:30 í Framsýnarsalnum á Húsavík nk. laugardag, en þá verður fyrri umferðin tefld. Seinni umferðin hefst kl 14:30, en má hefjast fyrr ef tekst um það samkomulag milli andstæðinga. Úrslitakeppnin er keppni á milli austur og vesturriðila um endanlega röðun í Janúarmótinu. Efstu menn í báðum riðlum keppa um sigurinn…

Skákþing Akureyrar – Jakob vann í fyrstu umferð

Norðurorkumótið, Skákþing Akureyrar 2015 hófst í gær með 10 skákum. Hart var barist á öllum borðum og engin skák endaði með jafntefli. 21 keppandi er skráður til leiks. Huginsmaðurinn Jakob Sævar Sigurðsson (1806) tekur þátt í mótinu og vann Jakob hinn unga Oliver Ísak Ólafsson í fyrstu umferðinn í gær. Jakob Sævar mætir hinum gamal…

Janúarmótið: Hjörleifur sigraði í vestur – Fjórir efstu gerðu innbyrðis jafntefli í öllum!

Vestur Vestur-riðli lauk í dag (að mestu) með sigri Hjörleifs Halldórssonar (1920) frá Akureyri. Hjörleifur fékk 5,5 vinninga og er hálfum á undan næsta manni. Vestanmenn eru afar seinþreyttir til vandræða ef marka má mótstöfluna, enda gerðu fjórir efstu jafntefli í öllum innbyrðis skákunum! Í heildina gerðu vestanmenn jafntefli í níu skákum, en aðeins tveim…

Nóa Siríus mótið: Fjórir efstir með fullt hús – Unga kynslóðin stelur senunni

Önnur umferð Nóa Síríusmótsins – Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiðabliks var tefld í gær, fimmtudag. Talsvert var af óvæntum úrslitum í umferðinni og ber þar hæst sigur Dags Ragnarssonar (2059) í viðureign við WGM Lenku Ptácníková (2270) og sigur Hrafns Loftssonar (2165) gegn IM Björgvin Jónssyni (2353) Fjórir eru nú efstir með fullt hús: GM Þröstur Þórhallson…