Skákþing Akureyrar – Jakob vann í fyrstu umferð

Norðurorkumótið, Skákþing Akureyrar 2015 hófst í gær með 10 skákum. Hart var barist á öllum borðum og engin skák endaði með jafntefli. 21 keppandi er skráður til leiks. Huginsmaðurinn Jakob Sævar Sigurðsson (1806) tekur þátt í mótinu og vann Jakob hinn unga Oliver Ísak Ólafsson í fyrstu umferðinn í gær. Jakob Sævar mætir hinum gamal…

Janúarmótið: Hjörleifur sigraði í vestur – Fjórir efstu gerðu innbyrðis jafntefli í öllum!

Vestur Vestur-riðli lauk í dag (að mestu) með sigri Hjörleifs Halldórssonar (1920) frá Akureyri. Hjörleifur fékk 5,5 vinninga og er hálfum á undan næsta manni. Vestanmenn eru afar seinþreyttir til vandræða ef marka má mótstöfluna, enda gerðu fjórir efstu jafntefli í öllum innbyrðis skákunum! Í heildina gerðu vestanmenn jafntefli í níu skákum, en aðeins tveim…

Nóa Siríus mótið: Fjórir efstir með fullt hús – Unga kynslóðin stelur senunni

Önnur umferð Nóa Síríusmótsins – Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiðabliks var tefld í gær, fimmtudag. Talsvert var af óvæntum úrslitum í umferðinni og ber þar hæst sigur Dags Ragnarssonar (2059) í viðureign við WGM Lenku Ptácníková (2270) og sigur Hrafns Loftssonar (2165) gegn IM Björgvin Jónssyni (2353) Fjórir eru nú efstir með fullt hús: GM Þröstur Þórhallson…

Janúarmótið: Tómas Veigar sigurvegari austur-riðils – Hjörleifur Halldórsson efstur í vestur

Umferð fór fram í kvöld í janúarmóti Hugins. Teflt er í tveim riðlum – austur og vestur og tefla sigurvegarar riðlana um sigurinn í mótinu 2. sætið o.s.frv. Vestur Vestanmenn eru fram úr hófi frumlegir menn og tefldu 7. umferð í kvöld í stað þeirrar 6.. Það var þó ekki vegna þess að þeir kunna…

Janúarmótið: Vesturíslendingurinn Hermann í hörkuformi – Tómas Páll Veigar efstur í austur

Enn sannast hið fornkveðna að Hermann Aðalsteinsson (1342) er ekki sem verstur þótt hann sé í vestur. Í dag atti hann kappi við tvo stigahærri andstæðinga og uppskar 1,5 vinninga af tveim. Í sveitinni eru menn farnir að spyrja sig til hvers að virkja Bjarnarflag eða Þeistareyki þegar hægt er að virkja Hermann! Önnur úrslit í vestur…

Nóa Siríus mótið: Óvænt úrslit í 1. umferð

Nóa Siríus mótið, gestamót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks var sett með pompi og prakt í Stúkunni á Kópavogsvelli í gær. Aðstæður í Stúkunni í einstakar – sennilega þær bestu á landsvísu til skákiðkunar. Hannes Strange formaður Breiðabliks setti mótið með dyggri aðstoð Jóns Þorvaldssonar og léku þeir félagar sitt hvorn fyrsta leikinn í framhaldinu. Hannes…

Janúarmótið: Tvær frestaðar skákir tefldar í dag

Tvær frestaðar skákir voru tefldar í dag í austur riðli á Húsavík. Í fyrri skákinni tefldu Sighvatur Karlsson og Guðmundur Hólmgeirsson og lauk skákinni með sigri Sighvats. Að því loknu tefldi Sighvatur aðra frestaða skák, nú við Smára Sigurðsson, en þeirri skák lauk með sigri Smára. Næstu umferðir verða tefldar um helgina og hefst taflmennskan kl. 11…