Janúarmótið: Vesturíslendingurinn Hermann í hörkuformi – Tómas Páll Veigar efstur í austur

Enn sannast hið fornkveðna að Hermann Aðalsteinsson (1342) er ekki sem verstur þótt hann sé í vestur. Í dag atti hann kappi við tvo stigahærri andstæðinga og uppskar 1,5 vinninga af tveim. Í sveitinni eru menn farnir að spyrja sig til hvers að virkja Bjarnarflag eða Þeistareyki þegar hægt er að virkja Hermann! Önnur úrslit í vestur…

Nóa Siríus mótið: Óvænt úrslit í 1. umferð

Nóa Siríus mótið, gestamót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks var sett með pompi og prakt í Stúkunni á Kópavogsvelli í gær. Aðstæður í Stúkunni í einstakar – sennilega þær bestu á landsvísu til skákiðkunar. Hannes Strange formaður Breiðabliks setti mótið með dyggri aðstoð Jóns Þorvaldssonar og léku þeir félagar sitt hvorn fyrsta leikinn í framhaldinu. Hannes…

Janúarmótið: Tvær frestaðar skákir tefldar í dag

Tvær frestaðar skákir voru tefldar í dag í austur riðli á Húsavík. Í fyrri skákinni tefldu Sighvatur Karlsson og Guðmundur Hólmgeirsson og lauk skákinni með sigri Sighvats. Að því loknu tefldi Sighvatur aðra frestaða skák, nú við Smára Sigurðsson, en þeirri skák lauk með sigri Smára. Næstu umferðir verða tefldar um helgina og hefst taflmennskan kl. 11…

Nóa Síríus mótið hefst á morgun

Nóa Síríus mótið, Gestamót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks, hefst á morgun í Stúkunni á Kópavegsvelli. Mótið er afar vel skipað en mótið í fyrra var sterkasta innlenda mót sem haldið hefur hérlendis. Meðal keppenda nú eru tveir stórmeistarar, einn stórmeistari kvenna, fimm alþjóðlegir meistarar og fjórir FIDE-meistarar. Alls hafa um 35 keppendur meira en 2.000…

Janúarmótið: Tómas efstur í austur og fimm efstir í vestur – Fyrirtaks farsímasamband í sveitinni

Janúarmót Hugins er að líkindum víðfemasta skákmót sem haldið hefur verið á landinu ef miðað er við búsetu keppenda. Þeir koma allt frá Siglufirði í vestur og Raufarhöfn í austur. Teflt er í tveim riðlum, austur og vestur og að lokum mætast liðin í skákveislu þar sem efstu menn mætast, annað sætið o.s.frv. í keppni…