Nóa Síríus mótið hefst á morgun

Nóa Síríus mótið, Gestamót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks, hefst á morgun í Stúkunni á Kópavegsvelli. Mótið er afar vel skipað en mótið í fyrra var sterkasta innlenda mót sem haldið hefur hérlendis. Meðal keppenda nú eru tveir stórmeistarar, einn stórmeistari kvenna, fimm alþjóðlegir meistarar og fjórir FIDE-meistarar. Alls hafa um 35 keppendur meira en 2.000…

Janúarmótið: Tómas efstur í austur og fimm efstir í vestur – Fyrirtaks farsímasamband í sveitinni

Janúarmót Hugins er að líkindum víðfemasta skákmót sem haldið hefur verið á landinu ef miðað er við búsetu keppenda. Þeir koma allt frá Siglufirði í vestur og Raufarhöfn í austur. Teflt er í tveim riðlum, austur og vestur og að lokum mætast liðin í skákveislu þar sem efstu menn mætast, annað sætið o.s.frv. í keppni…

Janúarmótið: Skákir að austan

Kæru vesturlönd. Héðan er allt gott að frétta. Kosningarnar gengu vel (ég vann, jibbí!) og litasjónvarpið er alveg að verða tilbúið. Okkar færustu vísindamenn vinna nú hörðum höndum að því að koma fyrsta kafbátnum á Tunglið! heldurðu að ég verði vinsæll 🙂 Heyrumst! Kv. Boris Yeltsin Minna múður, meira klúður! Hjálagt eru skákir fyrstu tveggja…

Fréttir af barna- og unglingastarfi Hugins í Mjóddinni

Skákfélagið Huginn er með barna- og unglingaæfingar í Mjóddinni á mánudögum og miðvikudögum. Á mánudögum er almenn æfing fyrir grunnskólakrakka en á miðvikudögum eru sérstakar stelpuæfingar. Félagið er einnig í samstarfi við Skákdeild Breiðabliks sem er með kennslu á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í Stúkunni á Kópavogsvelli. Svo hafa einnig verið séræfingar fyrir félagsmenn í Mjóddinni á miðvikudögum og laugardögum. Einar…

Atkvöld í Mjóddinni hjá Huginn mánudaginn 5. janúar

Fyrsta skákkvöld í Mjóddinni hjá Skákfélaginu Huginn verður atkvöld mánudaginn  5. janúar 2014. og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á atkvöldinu fær í verðlaun…

Janúarmótið – Pörun klár

Pörun fyrir Janúarmót Hugins á norðursvæði er klár á chess-results. Hér má sjá pörun fyrir vestur-riðilinn og hér fyrir austur-riðilinn. 1-2. umferð verður tefld laugardaginn 3. janúar og 3. umferð verður svo tefld mánudagskvöldið 5. janúar í Framsýnarsalnum á Húsavík og á Vöglum í Fnjóskadal. Pörun í vestur-riðli Round 1 on 2015/01/03 at 11:00 Bo. No.…