Janúarmótið: Skákir að austan

Kæru vesturlönd. Héðan er allt gott að frétta. Kosningarnar gengu vel (ég vann, jibbí!) og litasjónvarpið er alveg að verða tilbúið. Okkar færustu vísindamenn vinna nú hörðum höndum að því að koma fyrsta kafbátnum á Tunglið! heldurðu að ég verði vinsæll 🙂 Heyrumst! Kv. Boris Yeltsin Minna múður, meira klúður! Hjálagt eru skákir fyrstu tveggja…

Fréttir af barna- og unglingastarfi Hugins í Mjóddinni

Skákfélagið Huginn er með barna- og unglingaæfingar í Mjóddinni á mánudögum og miðvikudögum. Á mánudögum er almenn æfing fyrir grunnskólakrakka en á miðvikudögum eru sérstakar stelpuæfingar. Félagið er einnig í samstarfi við Skákdeild Breiðabliks sem er með kennslu á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í Stúkunni á Kópavogsvelli. Svo hafa einnig verið séræfingar fyrir félagsmenn í Mjóddinni á miðvikudögum og laugardögum. Einar…

Atkvöld í Mjóddinni hjá Huginn mánudaginn 5. janúar

Fyrsta skákkvöld í Mjóddinni hjá Skákfélaginu Huginn verður atkvöld mánudaginn  5. janúar 2014. og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á atkvöldinu fær í verðlaun…

Janúarmótið – Pörun klár

Pörun fyrir Janúarmót Hugins á norðursvæði er klár á chess-results. Hér má sjá pörun fyrir vestur-riðilinn og hér fyrir austur-riðilinn. 1-2. umferð verður tefld laugardaginn 3. janúar og 3. umferð verður svo tefld mánudagskvöldið 5. janúar í Framsýnarsalnum á Húsavík og á Vöglum í Fnjóskadal. Pörun í vestur-riðli Round 1 on 2015/01/03 at 11:00 Bo. No.…

Hilmir í verðlaunasæti í Danmörku

Hilmir Freyr Heimisson (1856) endaði í verðlaunasæti á alþjóðlega mótinu í Øbro í Danmörku sem lauk í gær. Hilmir Freyr hlaut 3,5 vinning eða 50% vinningshlutfall og varð í 1.-2 sæti í sínum stigaflokki. Hilmir tefldi við stigahærri andstæðinga í öllum skákunum nema einni. Tvær umferðir voru tefldar í gær. Hilmir tapaði báðum sínum skákum í…

Davíð Kjartansson Íslandsmeistari í netskák í fimmta sinn!

Fidemeistarinn Davíð Kjartansson (Boyzone) sigraði á 19. Íslandsmótinu í netskák sem fram fór í kvöld, en hann hlaut 10 vinninga í 11 umferðum; hann gerði jafntefli við Sigurbjörn J. Björnsson (czentovic) og hinn eitilharða Jón Kristinsson (Uggi) og vann allar hinar níu. Davíð er þar með orðinn sigursælasti netskákmaður landsins, enda hefur hann nú unnið titilinn…

Íslandsmótið í netskák fer fram í dag: Leiðbeiningar og frímánuður fyrir nýliða á ICC

Íslandsmótið í netskák fer fram í dag, sunnudaginn 28. desember. Mótið fer fram á netþjóninum ICC og hefst kl. 20. Tímamörk eru 3 2 (3 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik). Tefldar eru 11 umferðir. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki. Skráning fer fram á Skák.is og hér á skakhuginn.is. Það er Skákfélagið Huginn…

Hilmir Freyr að tafli á Øbro Nytår

Hilmir Freyr Heimisson teflir á  Øbro Nytår um þessar mundir. Mótið stendur frá 27. -30. desember og eru tefldar 7 umferðir. Himir Freyr tapaði í fyrstu umferð fyrir Fide meistara með 2255 stig en vann eitthvað veikari andstæðing í annarri umferð. Engar upplýsingar eru um mótið á heimsíðu mótsins: http://oebroskak.dk/?p=5794 en þriðja umferð er á morgun…