Hilmir í verðlaunasæti í Danmörku

Hilmir Freyr Heimisson (1856) endaði í verðlaunasæti á alþjóðlega mótinu í Øbro í Danmörku sem lauk í gær. Hilmir Freyr hlaut 3,5 vinning eða 50% vinningshlutfall og varð í 1.-2 sæti í sínum stigaflokki. Hilmir tefldi við stigahærri andstæðinga í öllum skákunum nema einni. Tvær umferðir voru tefldar í gær. Hilmir tapaði báðum sínum skákum í…

Davíð Kjartansson Íslandsmeistari í netskák í fimmta sinn!

Fidemeistarinn Davíð Kjartansson (Boyzone) sigraði á 19. Íslandsmótinu í netskák sem fram fór í kvöld, en hann hlaut 10 vinninga í 11 umferðum; hann gerði jafntefli við Sigurbjörn J. Björnsson (czentovic) og hinn eitilharða Jón Kristinsson (Uggi) og vann allar hinar níu. Davíð er þar með orðinn sigursælasti netskákmaður landsins, enda hefur hann nú unnið titilinn…

Íslandsmótið í netskák fer fram í dag: Leiðbeiningar og frímánuður fyrir nýliða á ICC

Íslandsmótið í netskák fer fram í dag, sunnudaginn 28. desember. Mótið fer fram á netþjóninum ICC og hefst kl. 20. Tímamörk eru 3 2 (3 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik). Tefldar eru 11 umferðir. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki. Skráning fer fram á Skák.is og hér á skakhuginn.is. Það er Skákfélagið Huginn…

Hilmir Freyr að tafli á Øbro Nytår

Hilmir Freyr Heimisson teflir á  Øbro Nytår um þessar mundir. Mótið stendur frá 27. -30. desember og eru tefldar 7 umferðir. Himir Freyr tapaði í fyrstu umferð fyrir Fide meistara með 2255 stig en vann eitthvað veikari andstæðing í annarri umferð. Engar upplýsingar eru um mótið á heimsíðu mótsins: http://oebroskak.dk/?p=5794 en þriðja umferð er á morgun…

Rúmlega 160 þátttakendur á jólapakkamóti Hugins

Hið árlega Jólapakkamót Hugins fór fram í sautjánda sinn laugardaginn 20. desember sl. Alls tóku ríflega 160 krakkar þátt og skemmtu sér hið besta. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, setti mótið, rakti sögu Jólapakkamótsins, sem hann hafði greinilega kynnt sér vel, og þakkaði öflugt skákstarf í höfuðborginni. Af því loknu lék hann fyrsta leikinn fyrir hönd…

Janúarmót Hugins á norðursvæði hefst 3. janúar

Nýtt skákmót, Janúarmót Hugins, hefst á Húsavík og Laugum laugardaginn 3. janúar nk. Mótið verður nokkuð öðruvísi er önnur mót sem Huginn hefur haldið á norðursvæði þar sem teflt verður í tveimur riðlum, Austur-riðli og Vestur-riðli. Vestur -riðillinn verður skipaður félagsmönnum sem búa á vestursvæðinu og hann verður tefldur á Laugum, Stórutjörnum eða Vöglum eftir hentugleika…

Íslandsmótið í netskák fer fram á sunnudaginn

Íslandsmótið í netskák fer fram, sunnudaginn 28. desember á ICC og hefst kl. 20. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki. Skráning fer fram á Skák.is og skakhuginn.is. Það er Skákfélagið Huginn sem stendur fyrir mótinu. Skráning og skráðir keppendur Allt skráningarferlið er sjálfkrafa og eina sem þátttakendur þurfa að hafa í huga er að vera…