Jólapakkamót Hugins fer fram 20. desember.

Jólapakkaskákmót Hugins (áður Jólapakkaskákmót Hellis) verður haldið laugardaginn 20. desember nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið. Mótið er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 17. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári og hefur…

Óskar og Baltasar efstir á æfingu

Óskar Víkingur Davíðsson sigraði með 4v í fimm skákum í eldri flokki á æfingu sem fram fór 17. nóvember s.l. Annar varð Heimir Páll Ragnarsson með 3,5v og þriðji varð Alexander Már Bjarnþórsson með 3v eins og Brynjar Haraldsson en Alexander var hærri á stigum. Í yngri flokki voru tefldar sex umferðir og þar voru…

Breytingar á skáklögum FIDE 1. júlí 2014 – Hvað þarftu að vita?

Ýmsar grundvallarbreytingar voru nýlegar gerðar á skáklögum FIDE sem allir ættu að kynna sér, enda skulu öll FIDE reiknuð mót fylgja þessum nýju reglum. Breytingarnar voru samþykktar á FIDE-þinginu í Tallinn í Eistlandi þann 20. október árið 2013 og tóku gildi þann 1. júlí árið 2014. Á meðal róttækra breytinga eru reglur um ólöglega leiki,…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 24. nóvember

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 24. nóvember nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að desember undanskildum og þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu…