TR Íslandsmeistari unglingasveita eftir spennandi keppni við Huginn

Taflfélag Reykjavíkur sigraði á Íslandsmóti unglingasveita eftir jafna og spennandi keppni við Skákfélagið Huginn. Þegar upp var staðið skyldi aðeins hálfur vinningur að TR og Skákfélagið Huginn sem lenti í öðru sæti. Þessar sveitir voru sér á parti í mótinu. B-sveit TR krækti í bronsið eftir harða baráttu. Það voru 20 sveitir sem tóku þátt…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 24. nóvember

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 24. nóvember nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðkvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að desember undanskildum og þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu…

Örn Leó efstur á hraðkvöldi

Örn Leó Jóhannsson sigraði með 6,5v í sjö skákum á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 10. nóvember sl. Örn gerði jafntefli við Hallgerði í 2. umferð og sigraði svo Vigfús í fimmtu umferð í spennandi skák þar sem gekk á ýmsu. Næstir komu svo Kristófer Ómarsson og Vigfús Ó. Vigfússon með 5,5v. Örn Leó dró…

Milljónaskákmótið í Las Vegas – Einstök upplifun

Hermann Aðalsteinsson formaður Hugins tók þátt í sínu fyrsta skákmóti á erlendri grundu í október sl. í Las Vegas. Hér fyrir neðan má lesa umfjöllun hans um mótið frá hans bæjardyrum séð. Milljónaskákmótið (Millonarechess open) sem var haldið á Planet Hollywood Hotel and Casino in Las Vegas, Nevada í Bandaríkjnum 9.-12. október sl. markaði tímamót…

Skák og fjöltefli á síðustu Huginsæfingu

Það voru 18 ungir skákmenn sem tóku þátt í Huginsæfingu í Mjóddinni þann 3. nóvember síðastliðinn.  Í fyrri hluta æfingarinnar var skipt í tvo flokka eftir aldri og styrkleika og tefldar þrjár umferðir. Í þessum hluta æfingarinnar var Óskar Víkingur Davíðsson eftstur í eldri flokki, Heimir Páll Ragnarsson var annar og Stefán Orri Davíðsson náði…

Tómas 15 mín skákmeistari Hugins

Tómas Veigar Sigurðarson vann sigur á hinu árlega 15. mín skákmóti Hugins á norðursvæði sem fram fór á Húsavík í gær. Tómas fékk sex og hálfan vinning af sjö mögulegum og einungis Smári Sigurðsson náði að halda jöfnu gegn Tómasi. Þetta er annar titill Tómasar í vikunni því hann er nýkrýndur atskákmeistari Akureyrar eftir sigur…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 10. nóvember

Hraðkvöld Hugins hefjast aftur mánudaginn 10. nóvember nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðhvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að desember undanskildum og þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á…

Hjörvar sigraði á Atskákmóti Reykjavíkur

Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á þéttu og vel skipuðu Atskákmóti Reykjavíkur sem sem fram fór á mánudagskvöldið með 5,5v í sex skákum. Hjörvar gerði jafntefli viðJóhann Ingvason í fjórðu umferð, sigraði svo Einar Hjalta Jensson í úrslitaskák mótsins í fimmtu umferð og sigldi svo sigrinum í höfn með því að vinna Dag Ragnarsson í lokaumferðinni.…