Örn Leó efstur á hraðkvöldi

Örn Leó Jóhannsson sigraði með 6,5v í sjö skákum á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 10. nóvember sl. Örn gerði jafntefli við Hallgerði í 2. umferð og sigraði svo Vigfús í fimmtu umferð í spennandi skák þar sem gekk á ýmsu. Næstir komu svo Kristófer Ómarsson og Vigfús Ó. Vigfússon með 5,5v. Örn Leó dró…

Milljónaskákmótið í Las Vegas – Einstök upplifun

Hermann Aðalsteinsson formaður Hugins tók þátt í sínu fyrsta skákmóti á erlendri grundu í október sl. í Las Vegas. Hér fyrir neðan má lesa umfjöllun hans um mótið frá hans bæjardyrum séð. Milljónaskákmótið (Millonarechess open) sem var haldið á Planet Hollywood Hotel and Casino in Las Vegas, Nevada í Bandaríkjnum 9.-12. október sl. markaði tímamót…

Skák og fjöltefli á síðustu Huginsæfingu

Það voru 18 ungir skákmenn sem tóku þátt í Huginsæfingu í Mjóddinni þann 3. nóvember síðastliðinn.  Í fyrri hluta æfingarinnar var skipt í tvo flokka eftir aldri og styrkleika og tefldar þrjár umferðir. Í þessum hluta æfingarinnar var Óskar Víkingur Davíðsson eftstur í eldri flokki, Heimir Páll Ragnarsson var annar og Stefán Orri Davíðsson náði…

Tómas 15 mín skákmeistari Hugins

Tómas Veigar Sigurðarson vann sigur á hinu árlega 15. mín skákmóti Hugins á norðursvæði sem fram fór á Húsavík í gær. Tómas fékk sex og hálfan vinning af sjö mögulegum og einungis Smári Sigurðsson náði að halda jöfnu gegn Tómasi. Þetta er annar titill Tómasar í vikunni því hann er nýkrýndur atskákmeistari Akureyrar eftir sigur…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 10. nóvember

Hraðkvöld Hugins hefjast aftur mánudaginn 10. nóvember nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verða svo hraðhvöldin fyrsta og síðasta mánudaga í hverjum mánuði að desember undanskildum og þegar mánudag ber upp á stórhátíð. Sigurvegarinn á…

Hjörvar sigraði á Atskákmóti Reykjavíkur

Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á þéttu og vel skipuðu Atskákmóti Reykjavíkur sem sem fram fór á mánudagskvöldið með 5,5v í sex skákum. Hjörvar gerði jafntefli viðJóhann Ingvason í fjórðu umferð, sigraði svo Einar Hjalta Jensson í úrslitaskák mótsins í fimmtu umferð og sigldi svo sigrinum í höfn með því að vinna Dag Ragnarsson í lokaumferðinni.…

Skemmtikvöld Hugins í Dalakofanum 8. nóvember

Fyrsta skemmtikvöld Hugins á norðursvæði í vetur verður haldið í Dalakofanum á Laugum í Reykjadal nk. laugardagskvöld kl 20:30. Á dagskrá verður fyrirlestur um Milljónamótið í Las Vegas frá sjónarhóli Hermanns Aðalsteinssonar.   Herman segir frá mótinu, sýnir nokkrar skákir og birtir myndir sem ekki hafa verið birtar áður. Einnig mun Hermann sýna stutt brot…

15 mín skákmót Hugins á norðursvæði verður 8. nóvember

Hið árlega 15 mín skákmót Hugins á norðursvæði verður haldið laugardaginn 8. nóvember í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík og hefst mótið kl 14:00. Áætluð mótslok eru um kl 17:00. Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín, eins og gefur að skilja. Umferðafjöldinn fer þó eftir fjölda keppenda. Teflt verður í…

Tómas Veigar er Atskákmeistari Akureyrar 2014

Atskákmóti Akureyrar lauk í dag. Átta vaskir sveinar tóku þátt: Jón Kristinn Þorgeirsson, fráfarandi meistari, Áskell Örn Kárason, Smári Ólafsson, Haraldur Haraldsson, Kristjan Hallberg, Gabriel Freyr Bjornsson, allir frá SA og Huginsmaðurinn Tómas Veigar Sigurðarson. Fyrri hluti mótsins var tefldur fimmtudaginn 30. október og tók Jón Kristinn Þorgeirsson strax forystuna, vann allar skákirnar þrjár og var vinningi á undan næstu mönnum,…