Milljónamótið: Hermann tapaði í 6. umferð – Á enn möguleika á verðlaunum

Það skiptast á skin og skúrir hjá fulltrúa Hugins á einum stærsta skákviðburði ársins í Las Vegas. Eftir tvo sigra í röð, tapaði okkar maður í 6. umferð. Því miður liggur ekki fyrir við hvern Hermann tefldi í 6. umferð – heimasíða mótsins er í algjöru lamasessi þegar kemur að öðrum flokkum en þeim opna. Hermann…

Skák og kennsla á síðustu Huginsæfingu

Það voru 18 ungir skákmenn sem tóku þátt í Huginsæfingu í Mjóddinni þann 6. október síðastliðinn.  Margir þeirra höfðu setið að tafli um helgina á Íslandsmóti skákfélaga þar sem gengi unglingasveita félagsins var með ágætum. Auk þess tefldu sumir með öðrum sveitum félagsins. Í fyrri hluta æfingarinnar voru tefldar tvær umferðir. Síðan voru pizzurnar sóttar…

Milljónamótið: Hermann tapaði í 3. umferð

Hermann tapaði fyrir Alexandru Muscalu (1509) í þriðju umferð sem var að ljúka. Guðmundur Kjartansson vann sína skák í opnum flokki, Björn Þorfinnsson gerði jafntefli en Dagur Arngrímsson tapaði. Þá tapaði Ólafur Kjartansson sinni viðureign í u/2200 stiga flokki. Hermann mætir Abdullah Abdul-Basir (1505) í 4. umferð sem hefst kl. 01:00. Bein útsending á heimasíðu mótsins Chess-Results…

Huginn með forystu eftir 1. umferð

Skákfélagið Huginn er í forystu að lokinni fyrstu umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í gærkvöld í Rimaskóla. Huginn vann 7-1 sigur á eigin b-sveit. Fjölnismenn eru í öðru sæti eftir 5,5-2,5 sigur á Skákfélagi Akureyrar. Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélag Bolungarvíkur og Skákfélag Íslands unnu öll sínar viðureignir 5-3. Úrslit fyrstu umferðar: No. Team Team Res.…