Tómas Veigar er Atskákmeistari Akureyrar 2014

Atskákmóti Akureyrar lauk í dag. Átta vaskir sveinar tóku þátt: Jón Kristinn Þorgeirsson, fráfarandi meistari, Áskell Örn Kárason, Smári Ólafsson, Haraldur Haraldsson, Kristjan Hallberg, Gabriel Freyr Bjornsson, allir frá SA og Huginsmaðurinn Tómas Veigar Sigurðarson. Fyrri hluti mótsins var tefldur fimmtudaginn 30. október og tók Jón Kristinn Þorgeirsson strax forystuna, vann allar skákirnar þrjár og var vinningi á undan næstu mönnum,…

Hilmir Freyr unglingameistari Hugins – Hildur Berglind stúlknameistari Hugins – Mykhaylo sigurvegari unglingameistaramóts Hugins

 Kravchuk sigraði á unglingameistaramóti Hugins, suðursvæði, sem lauk á þriðjudaginn. Mykhaylo fékk fékk 6 vinning í sjö skákum og það var Hilmir Freyr Heimisson sem sigraði hann í lokaumferðinn eftir að sigurinn var tryggður. Jafnir í öðru og þriðja sæti með 5,5v voru Hilmir Freyr Heimisson og Felix Steinþórsson. Þeir voru efstir Huginsmanna og þurftu…

Atskákmót Reykjavíkur og atskákmót Hugins, suðursvæði

Atkákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hugins, suðursvæði fer fram mánudaginn 3. nóvember.  Mótið fer fram í félagsheimili Hugins, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verða 6 umferðir með Svissnesku-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótið hefst kl. 19:30. Verði tveir jafnir í baráttunni um annan hvorn titilinn verður teflt tveggja skáka hraðskákeinvígi.  Verði jafnt að því…

Mykhaylo leiðir á unglingameistaramótinu

Mykhaylo Kravchuk leiðir unglingameistaramóti Hugins suður, sem hófst í dag. Hann er með fjóra vinninga, eða fullt hús eftir þær fjórar umferðir sem tefldar voru í dag. Honum á hæla kemur dágóður hópur, sem eru Hilmir Freyr Heimisson, Felix Steinþórsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Hildur Jóhannsdóttir, Dawid Kolka, Alec Sigurðarson, og Brynjar Haraldsson, öll með þrjá…

Dawid Kolka og Baltasar Máni sigruðu á æfingu

Dawid og Baltasar sigruðu örugglega eldri og yngri flokk á æfingu þann 20. október síðastliðinn. Baltasar var með fullt hús fyrir síðustu umferð og samdi stórmeistarajafntefli til að tryggja sér gullið, en hann náði 5,5 vinningum. Í öðru sæti var Alexander Már Bjarnþórsson með 5 vinninga og í þriðja sæti var Birgir Logi Steinþórsson með…

 Íslandsmót skákfélaga frá sjónarhóli Hugins

Aðdragandi Forveri Hugins, Skákfélagið GM Hellir, varð í öðru sæti á síðasta Íslandsmóti skákfélaga. Árangur liðsins var framar björtustu vonum og flestir liðsmenn skoruðu aðeins betur en stigin sögðu til um. Við vorum samt aldrei beint í raunhæfri baráttu um titilinn þrátt fyrir að staðan samkvæmt töflunni liti vel út eftir fyrri hlutann. Okkur langaði…

Unglingameistaramót Hugins, suðursvæði

Unglingameistaramót Hugins 2014 (suðursvæði) hefst mánudaginn 27. október n.k. kl. 16.30 þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Mótinu verður svo fram haldið þriðjudaginn 28. október n.k. kl. 16.30.  Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verða fjórar skákir og þrjár þann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótið er opið…