Skák og kennsla á síðustu Huginsæfingu

Það voru 18 ungir skákmenn sem tóku þátt í Huginsæfingu í Mjóddinni þann 6. október síðastliðinn.  Margir þeirra höfðu setið að tafli um helgina á Íslandsmóti skákfélaga þar sem gengi unglingasveita félagsins var með ágætum. Auk þess tefldu sumir með öðrum sveitum félagsins. Í fyrri hluta æfingarinnar voru tefldar tvær umferðir. Síðan voru pizzurnar sóttar…

Milljónamótið: Hermann tapaði í 3. umferð

Hermann tapaði fyrir Alexandru Muscalu (1509) í þriðju umferð sem var að ljúka. Guðmundur Kjartansson vann sína skák í opnum flokki, Björn Þorfinnsson gerði jafntefli en Dagur Arngrímsson tapaði. Þá tapaði Ólafur Kjartansson sinni viðureign í u/2200 stiga flokki. Hermann mætir Abdullah Abdul-Basir (1505) í 4. umferð sem hefst kl. 01:00. Bein útsending á heimasíðu mótsins Chess-Results…

Huginn með forystu eftir 1. umferð

Skákfélagið Huginn er í forystu að lokinni fyrstu umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í gærkvöld í Rimaskóla. Huginn vann 7-1 sigur á eigin b-sveit. Fjölnismenn eru í öðru sæti eftir 5,5-2,5 sigur á Skákfélagi Akureyrar. Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélag Bolungarvíkur og Skákfélag Íslands unnu öll sínar viðureignir 5-3. Úrslit fyrstu umferðar: No. Team Team Res.…

Huginn – TR í kvöld kl 20:00

Úrslitaviðureign Hraðskákkeppni taflfélaga fer fram í kvöld í húsnæði SÍ. Það eru Skákfélagið Huginn og Taflfélag Reykjavíkur sem tefla til úrslita. Búast má við jafnri og spennandi viðureign félaganna enda flestir telja að þessi tvö félög muni berjast um Íslandsmeistaratitilinn á Íslandsmóti skákfélaga. Viðureignin hefst kl. 20 og eru áhorfendur velkomnir á skákstað. Stefán Bergsson birti…