EM-taflfélaga – Pistill 5. umferðar

Í þessari umferð var teflt við Haladas fra Ungverjalandi. Það lið skipuðu Robert Ruck (2572), Miklos Nemeth (2494), Gabor Kovacs (2463), Gabor Nagy (2414), Attila Istvan Csonka (2339) og Laszlo Pergel (2241). Við stilltum upp óbreyttu liði. Þad var hugur í okkar mönnum fyrir viðureignina og höfðum við litlar áhyggjur af því að meðalstig þeirra voru…

EM-Taflfélaga: Enn einn stórsigurinn – Einar Hjalti vinnur enn! – Huginn í 9. sæti

Það er tæplega of fast að orðið kveðið að segja að árangur Hugins á EM-Taflélaga sé stórkostlegur. Liðið hefur unnið allar viðureignir sínar, ef frá er talið slysalegt tap gegn þéttu Rúsnesku liði sem grísaði á okkar menn. Í dag gjörsigruðum við franska liðið með langa nafnið og erum nú í 9. sæti með 6…

EM-taflfélaga Pistill 3. umferðar

Viðureignin í dag var dálítið öðruvísi en hinar. Ég hafði á tilfinningunni að slagurinn við Rússana daginn áður sæti örlitið í okkar mönnum enda fór mikil orka í hann. Þeir hjá Werder Bremen aðstoðuðu okkur og skiptu út 5. borðinu og tóku inn varmanninn. Þar með urðum við stigahærri á öllum borðum.   Þessi varamaður…

EM-Bilbao – Pistill 2. umferðar

Vigfús Vigfússon skrifar. Við mættum Rússneskri súpersveit í dag Malakhite sem er með 2. varamann sem hefði verið á öðru borði hjá okkur en allir aðrir í sveitinni hefðu verið á fyrsta borði. Við vorum akveðnir að gera okkar besta og selja okkur dýrt. Við töldum að þeir væru sattir við jafntefli á fyrstu 2…