EM-Taflfélaga: Frábær árangur gegn grjótharðri sveit – Einar Hjalti rústaði Alexei Shirov!

Ofursveit Hugins mætti í dag þéttri sveit félagsins Malakhite frá Rússlandi sem er þriðja stigahæsta sveit mótsins. Á efstu borðunum tefla Karjakin, Grischuk, Leko og Shirov! Sveit Hugins gerði gríðarlega gott mót í dag og leit jafnvel út fyrir að jafntefli næðist í viðureigninni; segja má að rússarnir hafi grísað á ofursveit Hugins og stolið sigrinum.…

Ofursveit í dag

Huginn mætir rússnesku ofursveitinni Malahite í 2. umferð EM-Taflfélaga í dag kl 15.00. Andstæðingar okkar manna eru yfir 2700 skákstig á fjórum efstu borðunum og rétt undir 2700 stigunum á neðstu tveimur. það verður því við ramman reip að draga hjá okkar mönnum í dag. Eins og sjá má er liðsstilling Hugins í dag sú sama…

Öruggur sigur á Írum

Huginn vann öruggan 5,5-0,5 sigur á Adare Chess Club  frá Írlandi í fyrstu umferð EM Taflfélaga sem hófst í Bilbao á Spáni í dag. Gawain, Kampen, Þröstur, Einar og Magnús unnu sínar skákir og Hlíðar Þór gerði jafntefli. Andstæðingar morgundagsins er ofursveit frá Rússlandi, Malakhite að nafni, með innanborðs menn eins og Grischuk sem er fjórði á heimslistanum…

Dawid skákmeistari Hugins – Davíð sigurvegari Meistaramóts Hugins

Davíð Kjartansson (2331) hélt áfram sigurgöngu sinni á Meistaramóti Hugins síðastliðið þriðjudagskvöld þegar hann vann áttundu skákina í röð ! Fórnarlamb kvöldsins var Vigfús Ó. Vigfússon (1962). Sævar Bjarnason (2095) varð í öðru sæti með 7 vinninga og Stefán Bergsson (2098) varð þriðji með6 vinninga. fjórði varð Dawid Kolka (1730) með 5,5 vinninga. Dawid varð…

Óskar og Brynjar efstir á Huginsæfingu í Mjóddinni

19 ungir skákmenn mættu til leiks á Huginsæfingu í Mjóddinni þann 8. september, sem var sú önnur eftir sumarhlé. Nokkrir hafa verið virkir á skákmótum nú á haustdögum, t.d. á Meistaramóti Hugins, en aðrir eru enn að komast í fullan gang eftir sumarfrí. Á æfingunni var hópnum skipt í tvo flokka eftir aldri og styrkleika.…