Huginn vó Víkinga

Huginsmenn og Víkingaklúbburinn leiddu saman hesta sína í hraðskákkeppni taflfélaga í gærkvöld. Aflsmunur var allnokkur á liðunum og þrátt fyrir grimmilega báráttu Víkinga lauk viðureigninni með öruggum sigri Hugins, 53 -19. Hlutskarpastur Huginsmanna var Hjörvar Steinn Grétarsson með 11 vinninga af 12 en næstur kom Stefán Kristjánsson með 9,5 af 12. Aðrir kappar sem tefldu fyrir…

Taflfélag Reykjavíkur áfram í þriðju umferð

Í gærkvöldi fóru fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur tvær viðureignir í Hraðskákkeppni taflfélaga. Annars vegar öttu kappi A sveit TR og Vinaskákfélagið, hins vegar Unglingasveit Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélag Reykjanesbæjar. Í viðureign TR og Vinaskákfélagsins tók heimaliðið strax forystuna og lét hana aldrei af hendi. Svo fór að lokum að Taflfélag Reykjavíkur sigraði 56 ½…

Bolvíkingar lögðu Fjölnismenn í Rimaskóla 46 – 26

Fjölnismenn tóku á móti hinu öfluga skákliði Bolvíkinga í 2. umferð í Hraðskákkeppni taflfélaga. Teflt var í Rimaskóla. Samtímis var efnt til hliðarmóts fyrir efnilega Fjölnismenn sem eru á leið á Norðurlandamót grunn-og barnaskólasveita í Stokkhólmi og á Västerås Open í septembermánuði. Jafnt var með sveitum Fjölnis og TB fyrstu 5 umferðirnar eða allt þar til…

Mánudagsæfingar Hugins hefjast aftur eftir sumarhlé

Barna- og unglingaæfingar Hugins í Mjóddinni hefjast aftur eftir sumarfrí mánudaginn 1. september 2014. Taflið byrjar kl. 17:15 og fyrirkomulagið verður það sama og síðasta vetur.  Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri en skipt verður í tvo flokka eftir aldri og styrkleika á sumum æfingum. Engin þátttökugjöld. Æfingarnar verða haldnar í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er við hliðina á Subway…

Stefán, Sævar og Davíð efstir á Meistarmóti Hugins

Stefán Bergsson (2098), Sævar Bjarnason (2095) og Davíð Kjartansson (2331) eru efstir og jafnir með fullt hús að lokinni þriðju umferð Meistaramóts Hugins (suðursvæði) sem fram fór í kvöld. Þrátt fyrir margar spennandi og skemmtilegar viðureignir í  kvöld þá fór það samt svo að hinir stigahærri unnu þá stigalægri, að því undanskyldu að Óðinn Örn Jakobsen…

Sex skákmenn efstir og jafnir á Meistaramóti Hugins

Það er allt í einni kös ennþá á Meistarmóti Hugins í Mjóddinni en sex skákmenn eru efstir og jafnir að lokinni annarri umferð mótsins sem fram fór í kvöld. Það eru Stefán Bergsson, Sævar Bjarnason, Loftur Baldvinsson, Björn Hólm Birkisson, Davíð Kjartansson og Óskar Long Einarsson. Fremur lítið var um óvænt úrslit og unnu hinir…