Huginn og Skákakademía Kópavogs bjóða upp á öfluga skákþjálfun

Skákakademía Kópavogs Skákþjálfun veturinn 2014-15 Viltu æfa skák af alvöru og ná afreksmörkum Skáksambands Íslands ? Skákakademía Kópavogs í samstarfi við Skákdeild Breiðabliks, Skákfélagið Huginn og Skákskóla Íslands býður í vetur upp á öfluga skákþjálfun með það að markmiði. Boðið er upp á æfingatíma í Stúkunni við Kópavogsvöll þriðjudaga til föstudaga frá 16:00 – 17:30…

Framsýnarmótið fer fram um næstu helgi!

Framsýnarmótið 2014 verður haldið í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík (ath breytt staðsetning) helgina 29-31 ágúst nk. Tefldar verða 7 umferðir alls, fyrstu fjórar með atksákartímamörkum (25 mín) en þrjár með 90 mín + 30 sek/leik. Þátttökugjald 2000 kr en 1000 kr fyrir 16 ára og yngri. Dagskrá: Föstudagur 29 ágúst kl 20:00 1. umferð Föstudagur…

TR vann öruggan sigur á SSON

Skákfélag Selfoss og nágrennis fékk góða heimsókn TR manna 21. ágúst í Hraðskákskeppni taflfélaga. Teflt var í Fischersetri, en þar er félagsaðstaða SSON. TR vann öruggan sigur eða 65 v. á móti 7 v. heimamanna. Skor TR manna á efstu borðum var eftirfarandi: Hannes Hlífar Stefánsson 12  v. af /12 Guðmujndur Kjartansson  10,5/12 Þorvarður Fannar Ólafsson   11/12…

Meistarmót Hugins (suðursvæði) hefst á mánudaginn

Meistaramót Hugins (suðursvæði) 2014 hefst mánudaginn 25. ágúst klukkan 19:30. Mótið er 8 umferða opið kappskákmót sem lýkur 9. september. Leyft verður að taka 2 yfirsetur í 1.-6. umferð sem tilkynna þarf um fyrir lok næstu umferðar á undan. Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik. Mótið er öllum opið og er reiknað…

Hallgerður Hraðskákmeistari Hugins (suðursvæði), Guðmundur Gíslason sigraði á mótinu

Guðmundur Gíslason sigraði örugglega með 12,5 af 14 mögulegum á Hraðskákmóti Hugins í Mjóddinni sem fram fór fimmtudaginn 21. ágúst sl. Það voru Stefán Bergsson og Oliver Aron sem náðu að vinningum af Guðmundi. Oliver Aron Jóhannesson var jafn öruggur í öðru sæti með 11v. Síðan komu þrír skákmenn jafnir með 9v en það voru…

Víkingaklúbburinn áfram eftir sigur á Skákfélagi Íslands

Víkingaklúbburinn hafði betur gegn Skákfélagi Íslands í viðureign félaganna sem fram fór í gærkveldi í húsnæði Skákskólans. Lokatölur urðu 38-34 og var viðureignin afar jöfn og spennandi. Stefán Þór var bestur Íslandsmeistaranna en Kristján Örn hafði mjög gaman að þessu og stóð sig best Skákfélagsmanna. Besti árangur Víkingaklúbbsins Stefán Þór Sigurjónsson 10 v. af 12…

Hraðskákkeppni taflfélaga: Reyknesingar unnu Akureyringa

Reyknesingar unnu nokkuð óvæntan sigur á Akureyringum í viðureign félaganna sem fram fór sl. sunnudag í húsnæði Skáksambandsins. Reyknesingar sigruðu 39-33. Lið Reyknesinga skipuðu Björgvin Jónsson, Jóhann Ingvason, Örn Leó Jóhannsson, Siguringi Sigurjónsson, Agnar Ólsen og Guðmundur Sigurjónsson. Fyrir Akureyringa tefldu Halldór Brynjar Halldórsson, Stefán Bergsson, Jón Þ. Þór, Loftur Baldvinsson, Sigurjón Sigurbjörnsson, Símon Þórhallsson…

Fjölnismenn lögðu Garðbæinga

Skákdeild Fjölnis vann öruggan sigur á Taflfélagi Garðabæjar í fyrstu umferð (16 liða úrslitum) Hraðskákkeppni taflfélaga. Á Facebook-síðu TG segir: Okkar menn voru full gjafmildir á vinninga í kvöld gegn sterkum andstæðingum frá Skákdeild Fjölnis í hraðskákkeppni taflfélaga, auk þess sem okkar menn voru einum færri fram að hálfleik vegna mismunandi ástæðna, Svanberg Pálsson sem…