Hallgerður Hraðskákmeistari Hugins (suðursvæði), Guðmundur Gíslason sigraði á mótinu

Guðmundur Gíslason sigraði örugglega með 12,5 af 14 mögulegum á Hraðskákmóti Hugins í Mjóddinni sem fram fór fimmtudaginn 21. ágúst sl. Það voru Stefán Bergsson og Oliver Aron sem náðu að vinningum af Guðmundi. Oliver Aron Jóhannesson var jafn öruggur í öðru sæti með 11v. Síðan komu þrír skákmenn jafnir með 9v en það voru…

Víkingaklúbburinn áfram eftir sigur á Skákfélagi Íslands

Víkingaklúbburinn hafði betur gegn Skákfélagi Íslands í viðureign félaganna sem fram fór í gærkveldi í húsnæði Skákskólans. Lokatölur urðu 38-34 og var viðureignin afar jöfn og spennandi. Stefán Þór var bestur Íslandsmeistaranna en Kristján Örn hafði mjög gaman að þessu og stóð sig best Skákfélagsmanna. Besti árangur Víkingaklúbbsins Stefán Þór Sigurjónsson 10 v. af 12…

Hraðskákkeppni taflfélaga: Reyknesingar unnu Akureyringa

Reyknesingar unnu nokkuð óvæntan sigur á Akureyringum í viðureign félaganna sem fram fór sl. sunnudag í húsnæði Skáksambandsins. Reyknesingar sigruðu 39-33. Lið Reyknesinga skipuðu Björgvin Jónsson, Jóhann Ingvason, Örn Leó Jóhannsson, Siguringi Sigurjónsson, Agnar Ólsen og Guðmundur Sigurjónsson. Fyrir Akureyringa tefldu Halldór Brynjar Halldórsson, Stefán Bergsson, Jón Þ. Þór, Loftur Baldvinsson, Sigurjón Sigurbjörnsson, Símon Þórhallsson…

Fjölnismenn lögðu Garðbæinga

Skákdeild Fjölnis vann öruggan sigur á Taflfélagi Garðabæjar í fyrstu umferð (16 liða úrslitum) Hraðskákkeppni taflfélaga. Á Facebook-síðu TG segir: Okkar menn voru full gjafmildir á vinninga í kvöld gegn sterkum andstæðingum frá Skákdeild Fjölnis í hraðskákkeppni taflfélaga, auk þess sem okkar menn voru einum færri fram að hálfleik vegna mismunandi ástæðna, Svanberg Pálsson sem…

Hraðskákmót Hugins suðursvæði fer fram í kvöld.

Hraðskákmót Hugins (suðursvæði) fer fram fimmtudaginn 21. ágúst. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst taflið kl. 20. Stefnt er að því að reikna mótið til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu eru  kr. 20.000.  Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur.  Núverandi hraðskákmeistari Hellis er Hjörvar Steinn Grétarsson. Þetta er í nítjánda sinn sem…

Unglingalið Taflfélags Reykjavíkur sigraði UMSB

Unglingalið Taflfélags Reykjavíkur vann öruggan sigur á UMSB í 1.umferð hraðskákkeppni taflfélaganna. Teflt var í skákhöllinni í Faxafeni 12. Lokatölur urðu 43,5-28,5 eftir að ungmennin höfðu leitt 22-14 í hálfleik. Gauti Páll Jónsson stóð sig best TR-inga og skammt á eftir komu þeir Vignir Vatnar og Bárður Örn. Sá síðastnefndi fór hamförum lengst af en…

Bolvíkingar sigruðu Hugin-b eftir bráðabana!

Í gærkvöld fóru fram tvær toppviðureignir í Hraðskákkeppni taflfélaga. Annars vegar mættust lið Taflfélags Bolungarvíkur og b-sveit Hugins í hörkuspennandi slag. Flestum á óvart höfðu Huginsmenn lengst af forystu, þótt stigalægri væru, en Bolvíkingar náðu að saxa á forskotið í lokin og jöfnuðu metin í síðustu umferð: 36-36. Grípa þurfti til bráðabana og þar tryggði TB…

Hraðskákmóti Hugins í Mjóddinni frestað til fimmtudagsins 21. ágúst

Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni hefur verið frestað til fimmtudagsins 21. ágúst nk. vegna viðureigna í Hraðskákkeppni taflfélaga. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst taflið kl. 20. Stefnt er að því að reikna mótið til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu eru  kr. 20.000.  Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur.  Núverandi hraðskákmeistari Hellis er…