Jómfrúin (Jón Viktor) sigraði á Borgarskákmótinu

Jón Viktor Gunnarsson, sem tefldi fyrir Jómfrúnna og Ólafur B. Þórsson sem tefldi fyrir  Gámaþjónustuna   voru efstir og jafnir með 6v af sjö mögulegum á vel skipuðu Borgarskákmóti sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Eftir stigaútreikning var Jón Viktor úrskurðaður sigurvegari. Héðinn Steingrímsson sem tefldi fyrir Landsbankann, Sverrir Þorgeirsson sem tefldi fyrir Íslandspóst, og Gunnar…

Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni

Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni verður haldið fimmtudaginn 21. ágúst nk. og hefst það kl. 20.00. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a. Stefnt er að því að reikna mótið til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu er kr. 20.000.  Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur.  Núverandi hraðskákmeistari Hellis er Hjörvar Steinn Grétarsson. Þetta er í nítjánda…

Meistaramót Hugins, suðursvæði

Meistaramót Hugins (suðursvæði) 2014 hefst mánudaginn 25. ágúst klukkan 19:30. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a. Mótið er 8 umferða opið kappskákmót sem lýkur 9. september.   Leyft verður að taka 2 yfirsetur í 1.-6 umferð sem tilkynna þarf um fyrir lok næstu umferðar á undan. Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði.  Umhugsunartíminn verður 1½…

Ólympíumótið: Hjörvar á fljúgandi siglingu – Kvennasveitin stígur ölduna

Liðið í opnum flokki vann góðan 3 – 1 sigur á liði Skotlands í dag. Kvennasveitin tapaði hins vegar fyrir sterku liði Tékka — Hallgerður Helga gerði jafntefli við  WIM Karolínu Olsarova (2237) en stöllur hennar töpuðu allar sínum viðureignum. Kvennaliðið hefur siglt ólgusjó fram til þessa , ýmist unnið nokkuð örugglega eða tapað. Sé tekið…

Borgarskákmótið 2014 fer fram á mánudaginn

Borgarskákmótið fer fram mánudaginn 11. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Reykjavíkurfélögin Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið er öllum opið og þátttaka ókeypis Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning fer fram…

Skákin: Van Kampen knésetur Bandaríkin – Maður eða tæknitröll?

Staður: Tromsö Noregi Mót: Ólympíumótið Umferð: Þriðja Viðureign: Holland og Bandaríkin Viðureignin er í járnum, 1,5 – 1,5, ein skák eftir; StórHuginn Robin van Kampen (2638) með hvítt gegn GM Varuzhan Akobian (2653). Á borðinu er jafnteflislegt endatafl, 63 leikir komnir og Robin á leik. 64. Bxb6 cxb6 65. Ke3!!, leikþröng og tjaldið. Holland vann 2,5 –…

Ólympíumótið: Tvöfaldur sigur og Nakamura gerði jafntefli við mann frá Kanada

Það skiptast á skin og skúrir á Ólympíumótinu í Noregi. Íslensku liðin unnu bæði sigra í dag, liðið í opnum flokki gegn sjónskertum og kvennaliðið gegn Bangladess. Árangur Huginsmanna í 5. umferð var góður, 70% vinningshlutfall og margar fínar skákir litu dagsins ljós; lesendur geta glöggvað sig á þeim hér neðar. Íslensku sveitirnar eru báðar…