Gawain í 4. sæti á Politiken Cup

Gawain Jones (2665) er sem stendur í fjórða sæti á Politiken Cup sem stendur yfir í Danmörku. Gawain er með 4,5 vinninga af 5 mögulegum, ásamt nokkrum öðrum skákmönnum. Gawain stýrir hvítu mönnunum gegn franska stórmeistaranum Jean-Pierre Le Roux (2560) í sjöttu umferð á morgun.  Gawain er sjöundi stigahæsti skákmaðurinn á mótinu., en alls taka 313 keppendur þátt…

Ólympíufarinn: Elsa María Kristínardóttir

Skák.is heldur áfram með kynningar á Ólympíuförunum. Í dag er kynnt til sögunnar Elsu Maríu Kristínardóttur félagsmaður Hugins, sem er varamaður í kvennaliðinu. Nafn Elsa María Kristínardóttir Taflfélag Huginn Staða Varamaður Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt? Tók fyrst þátt 2008, 2012 og svo núna 🙂 Minnisstæðasta skák á…

Ólympífarinn Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir

Í dag er kynnt til leiks á skákhuginn.is, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, sem teflir á öðru borði í kvennaliðinu á Ólympíuskákmótinu sem hefst í ágústbyrjun. Nafn Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir Taflfélag Huginn Staða 2. borð í kvennalandsliðinu Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt? Ég tók fyrst þátt á Ólympíumótinu í Dresden…

EM kvenna – Lenka með sigur í lokaumferðinni

Lokaumferð EM kvenna fór fram í dag í borginni Plovdiv í Búlgaríu. Stórhuginn Lenka Ptácníková (2310) mætti búlgörsku skákkonunni Nurgyul Salimova (1908) og hafði sigur í vel útfærðu og lærdómsríku hróksendatafli. Lenka hóf mótið af miklum krafti og var á tímabili meðal efstu manna. Síðari hluti mótsins reyndist henni ekki eins happadrjúgur, en hún hlaut 5…

Ólympíufarinn: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Kynningar á Ólympíuförunum sem þátt taka í Ólympíuskákmótinu sem fram fer í Tromsö (eða Sochi ) dagana 1.-14. ágúst nk. standa yfir á skák.is.  Skákhuginn.is fékk góðfúslegt lyfi til að birta kynningarnar á félagsmönnum Hugins sem sæti eiga í Olympíuliði Íslands. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir,  sem teflir á fjórða borði í kvennaliðinu er kynnt fyrst  til sögunnar.…

Lenka með fjóra vinninga

Um þessar mundir berjast sterkustu skákkonur heims um Evrópumeistaratitil kvenna, en orrustan fer fram í borginni Plovdiv í Búlgaríu. Stórhuginn Lenka Ptácníková (2310) hefur farið hamförum framan af móti, leikið hverjum þrusuleiknum á fætur öðrum og lagt kollega sína að velli. Því miður sannast þó hið fornkveðna í dag, að ekki verði feigum forðað, því eftir hörð átök…