Borgarskákmótið verður haldið mánudaginn 11. ágúst

Borgarskákmótið fer fram mánudaginn 11. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig…

Öllu fórnað

Stórhuginn Gawain Jones tekur þátt í Politiken Cup, sem fram fer í bænum Helsingor í Danmörku.  Þegar þessi orð eru skrifuð, er hann í 1.-3. sæti með 5,5 vinninga eftir sex umferðir. Skákin að þessu sinni er úr 6. umferð mótsins; Gawain Jones gegn Jean-Pierre Le Roux.  Sjón er sögu ríkari!