Hraðskákkeppni skákfélaga: Huginn og Eyjamenn mætast í fyrstu umferð

Dregið var til fyrstu umferðar Hraðskákkeppni taflfélag í dag í Hörpunni. Aðalviðureign fyrstu umferðar verður ótvírætt að teljast viðureign Hugins og Taflfélags Vestmannaeyja. Viðureignir fyrstu umferðar eru sem hér segir: Taflfélag Bolungavíkur – Skákdeild Hugins b-sveit Skákdeild Hauka – Vinaskákfélagið Skakfélags Selfoss og nágrennis – Taflfélag Reykjavíkur Kvennalandsliðið – Taflfélag Reykjavíkur unglingasveit Taflfélag Vestmannaeyja –…

Ólympíufarinn Gunnar Björnsson

Í dag eru aðeins tveir dagar þar til Ólympíuhátíðin hefst. Í dag er Gunnar Björnsson, fararstjóri hópins og fulltrúi á FIDE-þinginu, kynntur til leiks. Nafn Gunnar Björnsson Taflfélag Skákfélagið Huginn Staða  Fararstjóri, FIDE-fulltrúi og blaðamaður Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt? Fór sem liðsstjóri 2004 á Mallorca á…

Ólympíufarinn Lenka Ptácníková

Nú er aðeins þrír dagar í setningu Ólympíuskákmótsins. Í dag kynnum við til sögunnar Lenku Ptácniková sem teflir á fyrsta borði í kvennaliðinu. Nafn Lenka Ptácníková Taflfélag Huginn Staða Fyrsta borð í kvennaliðinu Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt? Í fyrsta sinn 1994 og öllum eftir það! Minnisstæðasta…

Borgarskákmótið verður haldið mánudaginn 11. ágúst

Borgarskákmótið fer fram mánudaginn 11. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig…

Öllu fórnað

Stórhuginn Gawain Jones tekur þátt í Politiken Cup, sem fram fer í bænum Helsingor í Danmörku.  Þegar þessi orð eru skrifuð, er hann í 1.-3. sæti með 5,5 vinninga eftir sex umferðir. Skákin að þessu sinni er úr 6. umferð mótsins; Gawain Jones gegn Jean-Pierre Le Roux.  Sjón er sögu ríkari!