Ofvitinn – Einvígi, meiri Fischer og allskonar!
Hægt að taka þátt á skakhuginn.is Frítt!!
Hægt að taka þátt á skakhuginn.is Frítt!!
Ertu ofviti? Skakhuginn.is býður upp á ofvitann! Að þessu sinni er spurt um Fischer og Spassky; einvígið, fangelsi, einkaleyfi og allskonar? Veist þú allt? Spilaðu leikinn á forsíðunni. https://www.skakhuginn.is
Nafnorðið orrahríð (kvk.) merkir upphaflega “ákafur bardagi”. Því má sannarlega halda fram að orðið eigi vel við um eftirfarandi skák, enda hart tekist á um sigurinn. Árið er 1996 og mótið er Íslandsmótið í skák. Leikendur eru Jón L. Árnason með hvítt og Einar Hjalti Jensson með svart.
Áfram er haldið með kynningar á Ólympíufarana á skak.is. Í dag er kynntur til leiks Steinþór Baldursson, sem verður einn af fimm íslenskra skákstjóra á mótinu. Gríðarlega vönduð svör hjá Steinþóri. Nafn: Steinþór Baldursson
Stórhuginn Gawain Jones tekur þátt í Politiken Cup, sem fram fer í bænum Helsingor í Danmörku. Þegar þessi orð eru skrifuð, er hann í 1.-3. sæti með 5,5 vinninga eftir sex umferðir. Skákin að þessu sinni er úr 6. umferð mótsins; Gawain Jones gegn Jean-Pierre Le Roux. Sjón er sögu ríkari!
Hraðskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvæmt nú eftir verslunarmannahelgi. Forystumenn taflfélaga og liðsstjórar eru hvattir til að skrá lið sín til leiks – og sérstaklega eru lið sem ekki hafa áður tekið þátt hvött til að taka þátt. Skráning og nánari upplýsingar
Með haustinu hefst starfsemin af fullum krafti. Meðal þess sem verður í boði í vetur er hið bráðskemmtilega og fjölsótta Framsýnarmót, en það verður haldið í Dvergasteini á Laugum í Reykjadal, helgina 29-31. ágúst ! Taktu þessa helgi frá!
Gawain Jones (2665) er sem stendur í 1-3 sæti á Politiken Cup sem stendur yfir í Danmörku. Gawain er með 5,5 vinninga af 6 mögulegum, ásamt tveimur öðrum skákmönnum. Gawain vann Jean-Pierre Le Roux (2560) í sjöttu umferð í gær.
Í dag er aðeins vika þar til Ólympíufararnir leggja af stað til Tromsö. Á laugardeginum hefst svo sjálft mótið. Í dag kynnum við stórmeistarann Þröst Þórhallsson til leiks.
Gawain Jones (2665) er sem stendur í fjórða sæti á Politiken Cup sem stendur yfir í Danmörku. Gawain er með 4,5 vinninga af 5 mögulegum, ásamt nokkrum öðrum skákmönnum. Gawain stýrir hvítu mönnunum gegn franska stórmeistaranum Jean-Pierre Le Roux (2560) í sjöttu umferð á morgun. Gawain er sjöundi stigahæsti skákmaðurinn á mótinu., en alls taka 313 keppendur þátt…