Ný Íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig er komin út og tóku gildi 1. júní sl. Íslandsmótið í skák er ekki reiknað með þar sem því móti lauk þann 1. júní. Stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson eru stigahæstir Huginsmanna. Hilmir Freyr Heimisson hækkar mest félagsmanna Hugins frá síðasta lista eða um 71 stig. Óskar Víkingur…

Dawid efstur á lokaæfingunni, Heimir Páll og Óskar Víkingur efstir og jafnir í stigakeppninni.

Síðasta barna- og unglingaæfing  Hugins  fyrir sumarhlé var haldin 2. júní sl. Nokkur spenna var fyrir æfinguna hvort Óskar Víkingur myndi tryggja sér sigurinn í stigakeppni æfinganna en til þess þurfti hann að ná verðlaunasæti á æfingunni. Helsti keppinautur hans Heimir Páll var fjarverandi vegna skákferðar erlendis. Þeir voru jafnir að stigum og höfðu einnig unnið…

Landsmót 50+ á Húsavík – Skráningarfrestur rennur út annað kvöld

Margir hafa skráð sig til keppni á Landsmót 50+ sem fram fer um komandi helgi, 20-22 júní á Húsavík. Lokað hefur verið fyrir skráningu í Boccia og Bogfimi, en í aðrar greinar hefur skráningarfresturinn verið framlengdur til miðnættis annað kvöld, miðvikudagskvöld 18. júní og þar á meðal í skák. Allir sem eru fæddir 1964 eða fyrr…

Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 16. júní

Skákfélagið Huginn heldur hraðkvöld mánudaginn 16. júní nk. og hefst tafliðkl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fær máltíð fyrir einn á…

Mjóddarmótið verður haldið á morgun laugardaginn 14. júní

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 14. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Gámaþjónustan ehf en fyrir þá tefldi Daði Ómarsson.  Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116, á heimasíðu Hugins og skak.is. Þátttaka er ókeypis! Upplýsingar um skráða keppendur má finna hér. Mjóddarmótið var fyrst haldið 1999 og…

Nýtt kennimark Hugins

Skákfélagið Huginn hefur eignast kennimark (logo) sem verður framvegis kjarni sjónrænna auðkenna félagsins. Kennimarkið speglar metnaðarfullt félagsstarf og þau eilífu átök sem eiga sér stað á skákborðinu, auk þess að vísa til þeirrar blöndu af baráttuanda, herkænsku og háttvísi sem félagið vill hafa í öndvegi. Enn fremur talar nafnið Huginn sínu máli um hugvit og hugrekki sem…

Elsa María sigraði á hraðkvöldi Hugins

Elsa María Kristínardóttir sigraði á hraðkvöldi Hugins sem haldið var 2. júní. Elsa María fékk 6v í sjö skákum og voru það Jón Úlfljótsson og Vigfús sem náðu jafntefli. Annar varð Vigfús Ó. Vigfússon með 5,5v en auk þess að gera jafntefli við Elsu Maríu tók hann upp á því að tapa fyrir Kristni Jens sem sagðist myndu ganga…