Lenka með hálfan vinning eftir tvær umferðir
EM kvenna hófst í fyrradag í Plovdid í Búlgaríu. Meðal keppenda er Lenka Ptácníková (2310). Lenka hefur ekki byrjað vel og eftir tvær umferðir hefur Lenka hlotið hálfan vinning. Hægt er að nálgast úrslit Lenku á Chess-Results. Þriðja umferð hjá Lenku hefst kl. 12. Þá teflir hún við búlgörsku skákkonuna Svetla Yordanova (2101) sem er FIDE-meistari kvenna.…