Hraðkvöld Hugins í Mjóddinni mánudaginn 16. júní

Skákfélagið Huginn heldur hraðkvöld mánudaginn 16. júní nk. og hefst tafliðkl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fær máltíð fyrir einn á…

Mjóddarmótið verður haldið á morgun laugardaginn 14. júní

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 14. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Gámaþjónustan ehf en fyrir þá tefldi Daði Ómarsson.  Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116, á heimasíðu Hugins og skak.is. Þátttaka er ókeypis! Upplýsingar um skráða keppendur má finna hér. Mjóddarmótið var fyrst haldið 1999 og…

Nýtt kennimark Hugins

Skákfélagið Huginn hefur eignast kennimark (logo) sem verður framvegis kjarni sjónrænna auðkenna félagsins. Kennimarkið speglar metnaðarfullt félagsstarf og þau eilífu átök sem eiga sér stað á skákborðinu, auk þess að vísa til þeirrar blöndu af baráttuanda, herkænsku og háttvísi sem félagið vill hafa í öndvegi. Enn fremur talar nafnið Huginn sínu máli um hugvit og hugrekki sem…

Elsa María sigraði á hraðkvöldi Hugins

Elsa María Kristínardóttir sigraði á hraðkvöldi Hugins sem haldið var 2. júní. Elsa María fékk 6v í sjö skákum og voru það Jón Úlfljótsson og Vigfús sem náðu jafntefli. Annar varð Vigfús Ó. Vigfússon með 5,5v en auk þess að gera jafntefli við Elsu Maríu tók hann upp á því að tapa fyrir Kristni Jens sem sagðist myndu ganga…

Sumarnámskeið fyrir stelpur

Í júní ætlum við að vera með námskeið fyrir stelpur í 1-7 bekk. Í boði verða tvær vikur, vikan 16.-20. júní og svo 23.-27. júní. Fyrri vikuna verðum við frá 9-14, þar sem þriðjudagurinn dettur út (17. júní) en seinni vikuna verðum við frá 9-13.  Staðsetning Víkingsheimilið. Vikan er á 10.000 kr en ef báðar…

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 14. júní

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 14. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Gámaþjónustan ehf en fyrir þá tefldi Daði Ómarsson.  Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíðu Hugins Þátttaka er ókeypis! Mjóddarmótið var fyrst haldið 1999 og hét þá Kosningamót Hellis…

Þröstur, Lenka, Hallgerður, Jóhanna og Elsa valin í ólympíulið Íslands

Liðsstjórar beggja ólympíuliða Íslands hafa tilkynnt liðsval sitt til stjórnar SÍ og landsliðsnefndar. Liðið velja þeir í samræmi við 15. gr. skáklaga SÍ. Í Ólympíulið Íslands á Ólympíuskákmótinu í Tromsö 1.-15. ágúst nk. hafa verið valdir eftirtaldir: Opinn flokkur: GM Hannes Hlífar Stefánsson (2540) GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2545) IM Guðmundur Kjartansson (2434) GM Þröstur Þórhallsson (2425)…

Lenka Íslandsmeistari kvenna – Sigurður Daði vann áskorendaflokkinn

Lenka Ptácnikóvá varð í dag Íslandsmeistari kvenna. Hún stóð sig frábærlega í áskorendaflokki og endaði þar í öðru sæti. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir varð í öðru sæti á Íslandsmóti kvenna og Tinna Kristín Finnbogadóttir þriðja. Sigurður Daði Sigfússon vann sigur í áskorendaflokki með 7,5 vinninga af 9 mögulegum, Lenka varð önnur með 7 vinninga og Davíð Kjartansson varð þriðji…