Aðalfundur GM-Hellis er í kvöld

Stjórn Skákfélagsins GM-Hellis boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður fimmtudagskvöldið 8. maí og hefst fundurinn kl 20.00. Aðalfundurinn fer fram á tveim stöðum samtímis með fjarfundarbúnaði. Félagsmenn norðan heiða hittast í aðstöðu Þekkingarnets Þingeyinga að Hafnarstétt á Húsavík. Félagsmenn sunnan heiða hittast í aðstöðu Sensu að Klettshálsi 1 í Reykjavík. Fundarstjóri verður Helgi Áss Grétarsson.…

Hermann æfingameistari á norðursvæði

Hermann Aðalsteinsson varð skákæfingameistari GM-Hellis á norðursvæði sl. mánudagskvöld þegar lokaskákæfing vetrarins fór fram á Húsavík. Hermann fékk alls 79 samanlagða vinninga á mánudagsæfingum í vetur. Tómas Veigar varð efstur á þessari lokaæfingu með 6,5 vinninga af 7 mögulegum, Smári Sigurðsson varð annar með 5,5 og Hermann, Sigurbjörn og Ævar komu næstir með 4 vinninga. Hlynur…

Hermann efstur eftir veturinn – Lokaæfingin annað kvöld

Lokaskákæfing vetrarstarfsins hjá GM-Helli norðan heiða fer fram annað kvöld í Framsýnarsalnum á Húsavík kl 20:30. Hermann Aðalsteinsson er vinningahæstur eftir veturinn í samanlögðum vinningafjölda og hefur sex vinninga forskot á Hlyn Snæ og 11 á Smára sem koma næst á eftir. Sigurbjörn og Ævar eru þar svo skammt undan. Staðan í samanlögðu eftir veturinn. Hermann …

Dawid vann æfingu með fullu húsi

Dawid Kolka sigraði örugglega með 5v í jafn mörgum skákum á barna- og unglingaæfingu hjá GM Helli sem fram fór 28. apríl sl. Næstir komu Heimir Páll Ragnarsson og Felix Steinþórsson með 4v en Heimir Páll var hærri á stigum og hlaut annað sætið og Felix það þriðja. Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Felix Steinþórsson,…