Óttar og Rayan efstir á æfingu.

Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa voru efstir og jafnir með 6,5v af 7 mögulegum á æfingu 17. september sl. Óttar var úrskurðaður sigurvegari eftir eftir stigaútreikning með hálfu stigi meira en Rayan sem hlaut annað sætið. Næstir með 5v voru Ívar Örn Lúðvíksson, Gabríel Sær Bjarnþórsson og Elfar Ingi Þorsteinsson. Ívar var þeirra…

Fjórir enn með fullt hús á Meistaramóti Hugins

Önnur umferð í Meistaramóti Hugins fór fram síðasta mánudagskvöld. Að þessu sinni markaðist umferðin dálítið af óvæntum forföllum keppenda á tveimur efstu borðum sem ekkert var hægt að gera við nema hliðra upp í salnum. Aðrir keppendur sáu um baráttuna. Eins og fyrstu umferð komu ein óvænt úrslit þegar Páll Þórsson lagði Ögmund Kristinsson á…

Aðalfundur Hugins

Ágætu konur og menn Skákfélagsins Hugins. Aðalfundur félagsins verður haldinn 25. september næstkomandi í húsakynnum Sensa við Ármúla 31 Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Á aðalfundinum verður fjallað um eftirfarandi liði: (1) Kosinn fundarstjóri og fundarritari. (2) Flutt skýrsla stjórnar. (3) Lagðir fram reikningar félagsins sem ná yfir síðastliðið almanaksár. (4) Umræður um…

Flest eftir bókinni í fyrstu umferð á Meistaramóti Hugins

Meistaramót Hugins hófst síðastliðið mánudagskvöld og eins við var búist var nokkur stigamunur milli keppenda. Þótt flest úrslit væru eftir bókinni þá létu þeir stigalægri oft finna fyrir sér þannig að sá stigahærri þurfti að hafa töluvert fyrir sigrinum. Jafntefli Stefáns Orra Davíðssonar og Birkis Ísaks Jóhannssonar á fimmta borði var eina undantekningin á þessum…

Óttar og Elfar efstir á Huginsæfingu

Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Elfar Ingi Þorsteinsson voru efstir og jafnir með 5v af 6 mögulegum á æfingu 10. september sl. Þeir voru einnig jafnir á öllum stigum en Óttar vann innbyrðis viðureignina í lokaumferðinni sem dugði til sigurs á æfingunni. Tapið gegn Viktor í fyrstu umferð kom þar með ekki að sök hjá…

Meistaramót Hugins (suðursvæði) hefst mánudaginn 10. september

Meistaramót Hugins (suðursvæði) 2018 hefst mánudaginn 10. september klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót sem lýkur mánudaginn 15. október. Leyft verður að taka 2 yfirsetur í 1.- 6. umferð sem tilkynna þarf um fyrir lok næstu umferðar á undan. Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á skákina auk…