Róbert Luu og Óskar Víkingur unnu sér þátttökurétt í úrslitum Reykjavík Barna Blitz á Huginsæfingu

Annað úrtökumótið fyrir Reykjavík Barna Blitz fór fram á skákæfingu hjá Huginn síðastliðinn mánudag 29. febrúar 2016. Það voru 20 þátttakendur sem kepptu um tvö sæti í úrslitum keppninnar sem fram fara sunnudaginn 13. mars fyrir 7. umferðina á Reykjavíkurskákmótinu.  Róbert Luu tók snemma forystu í mótinu og lét hana aldrei af hendi og vann…

Undanrásir fyrir Reykjavík Barna-Blitz mánudaginn 29. febrúar

Á næstu Huginsæfingu mánudaginn 29. febrúar verður forkeppni fyrir Reykjavik Barna-Blitz og gefa tvö efstu sætin þátttökurétt í úrslitum sem fram fara í Hörpu laugardaginn 12. mars samhliða Reykjavíkurskákmótinu. Flokkaskipting á æfingunni mun því miðast við það, þannig að þau sem eru fædd 2003 og síðar og eiga þar með þátttökurétt í barnablitzinu tefla saman…

Stefán Orri og Rayan efstir á Huginsæfingu

Stefán Orri Davíðsson sigraði í eldri flokki á æfingu sem haldin var 18. janúar sl. með því að fá 4,5v í fimm skákum. Síðan komu fjórir jafnir með 3v en það voru Ísak Orri Karlsson, Heimir Páll Ragnarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Óskar Víkingur Davíðsson allir með 3v. Eftir tvöfaldan stigaútreikning var Ísak Orri úrskurðaður í 2.…

Fréttir af unglingastarfi Hugins

Skákfélagið Huginn er með barna- og unglingaæfingar í Mjóddinni á mánudögum fyrir krakka á grunnskólaaldri. Svo hafa einnig verið séræfingar fyrir félagsmenn í Mjóddinni á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum eftir því sem til hefur fallið. Á æfingunum eru tefldar 5-6 umferðir með umhugsunartímanum 7 eða 10 mínútum.Þátttakendur leysa dæmi og farið er í grunnatriði með byrjendum eftir…