Skákæfing og hraðkvöld hjá Huginn fellt niður

Unglingaæfing hjá Skákfélaginu Hugin sem og og hraðkvöld sem fram eiga að fara á morgun mánudaginn 7. desember í Mjóddinni hefur hvorug tveggja verið fellt niður vegna veðurútlits. Hraðkvöld fer þess í stað fram mánudaginn 14. desember og þá verður einnig síðasta barna- og unglingaæfing ársins. Unglingaæfing hjá Skákfélaginu Hugin sem og og hraðkvöld sem…

Óskar Víkingur unglingameistari Hugins – Vignir Vatnar sigraði á mótinu.

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á Unglingameistaramóti Hugins sem lauk á þriðjudaginn. Vignir Vatnar fékk 6,5 vinning í sjö skákum og það var Björn Hólm Birkisson sem náði jafntefli í næst síðustu umferð. Vignir Vatnar tefldi af öryggi í mótinu, lenti sjaldan í vandræðum og landaði sigrinum af öryggi. Jafnir í öðru og þriðja sæti með…

Vignir Vatnar efstur á Unglingameistaramóti Hugins eftir fyrri hlutann

Unglingameistaramót Hugins (suðursvæði) hófst fyrr í dag með fjórum umferðum. Vignir Vatnar Stefánsson hefur unnið allar sínar viðureignir og er efstur eftir fyrri hlutann með 4v.Jafnir í 2. og 3. sæti eru Dawid Kolka og Björn Hólm Birkisson með 3,5v. Síðan koma fjórir skákmenn jafnir með 3v en það eru Aron Þór Maí, Felix Steinþórsson,…