Skák og fjöltefli á síðustu Huginsæfingu

Það voru 18 ungir skákmenn sem tóku þátt í Huginsæfingu í Mjóddinni þann 3. nóvember síðastliðinn.  Í fyrri hluta æfingarinnar var skipt í tvo flokka eftir aldri og styrkleika og tefldar þrjár umferðir. Í þessum hluta æfingarinnar var Óskar Víkingur Davíðsson eftstur í eldri flokki, Heimir Páll Ragnarsson var annar og Stefán Orri Davíðsson náði…

Hilmir Freyr unglingameistari Hugins – Hildur Berglind stúlknameistari Hugins – Mykhaylo sigurvegari unglingameistaramóts Hugins

 Kravchuk sigraði á unglingameistaramóti Hugins, suðursvæði, sem lauk á þriðjudaginn. Mykhaylo fékk fékk 6 vinning í sjö skákum og það var Hilmir Freyr Heimisson sem sigraði hann í lokaumferðinn eftir að sigurinn var tryggður. Jafnir í öðru og þriðja sæti með 5,5v voru Hilmir Freyr Heimisson og Felix Steinþórsson. Þeir voru efstir Huginsmanna og þurftu…

Mykhaylo leiðir á unglingameistaramótinu

Mykhaylo Kravchuk leiðir unglingameistaramóti Hugins suður, sem hófst í dag. Hann er með fjóra vinninga, eða fullt hús eftir þær fjórar umferðir sem tefldar voru í dag. Honum á hæla kemur dágóður hópur, sem eru Hilmir Freyr Heimisson, Felix Steinþórsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Hildur Jóhannsdóttir, Dawid Kolka, Alec Sigurðarson, og Brynjar Haraldsson, öll með þrjá…

Dawid Kolka og Baltasar Máni sigruðu á æfingu

Dawid og Baltasar sigruðu örugglega eldri og yngri flokk á æfingu þann 20. október síðastliðinn. Baltasar var með fullt hús fyrir síðustu umferð og samdi stórmeistarajafntefli til að tryggja sér gullið, en hann náði 5,5 vinningum. Í öðru sæti var Alexander Már Bjarnþórsson með 5 vinninga og í þriðja sæti var Birgir Logi Steinþórsson með…

Unglingameistaramót Hugins, suðursvæði

Unglingameistaramót Hugins 2014 (suðursvæði) hefst mánudaginn 27. október n.k. kl. 16.30 þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Mótinu verður svo fram haldið þriðjudaginn 28. október n.k. kl. 16.30.  Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verða fjórar skákir og þrjár þann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótið er opið…

Skák og kennsla á síðustu Huginsæfingu

Það voru 18 ungir skákmenn sem tóku þátt í Huginsæfingu í Mjóddinni þann 6. október síðastliðinn.  Margir þeirra höfðu setið að tafli um helgina á Íslandsmóti skákfélaga þar sem gengi unglingasveita félagsins var með ágætum. Auk þess tefldu sumir með öðrum sveitum félagsins. Í fyrri hluta æfingarinnar voru tefldar tvær umferðir. Síðan voru pizzurnar sóttar…

Óskar og Brynjar efstir á Huginsæfingu í Mjóddinni

19 ungir skákmenn mættu til leiks á Huginsæfingu í Mjóddinni þann 8. september, sem var sú önnur eftir sumarhlé. Nokkrir hafa verið virkir á skákmótum nú á haustdögum, t.d. á Meistaramóti Hugins, en aðrir eru enn að komast í fullan gang eftir sumarfrí. Á æfingunni var hópnum skipt í tvo flokka eftir aldri og styrkleika.…

Stelpuæfingar Hugins í Mjóddinni eru hafnar.

Stelpuæfingar Skákfélagsins Hugins eru byrjaðar en þær verða í vetur á miðvikudögum og hefjast kl. 17:15. Fyrirkomulagið þannig á æfingunum verða 5 eða 6 umferðir með umhugsunartíma 10 eða 7 mínútur. Einnig verður farið í dæmi og endatöfl eins og tími vinnst til. Einhverjar æfingar verða einnig eingöngu teknar undir kennslu. Æfingarnar eru opnar öllum…

Óskar og Baltasar efstir fyrstu æfingu á haustmisseri

Það var ágætis þátttaka á fyrstu æfingu í Mjóddinni eftir sumarhlé sem haldin var 1. september sl. en það voru 20 krakkar sem mættu til leiks. Skipt var í tvo flokka eftir aldri og styrkleika. Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki með 4v í fimm skákum. Næstir komu Alec Elías Sigurðarson og Halldór Atli Kristjánsson með 3,5…