Sigurður Daði sigraði stórmeistarann

FIDE-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2228) er efstur á Meistaramóti Hugins með 3½ vinning eftir fjórðu umferð mótsins í gærkvöldi. Hann vann stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson (2567) í lengstu skák umferðinnar eftir að sá síðarnefndi hafði leikið klaufalega af sér manni. Hjörvar er í 2.-6. sæti með 3 vinninga ásamt Vigni Vatnari Stefánssyni (2312), Björgvini Víglundssyni…

Hjörvar efstur á Meistaramóti Hugins eftir þriðju umferð

Í þriðju umferð Meistaramóts Hugins sem fram fór sl.mánudagskvöld vann Hjörvar Steinn Grétarsson Björn Þorfinnsson á fyrsta borði og tók þar með forystu í mótinu. Hjörvar stýrði svörtu mönnunum og fórnaði peði í byrjuninni fyrir hraða liðsskipan. Hjörvar virtist betur heima í byrjuninni og fékk betri stöðu út úr henni. Björn fékk svo tækifæri á…

Fátt óvænt í annarri umferð á Meistaramóti Hugins

Flest úrslit voru eftir bókinni í annarri umferð í Meistaramóti Hugins sem fram fór síðasta mánudagskvöld. Sá sem var stigahærri vann að jafnaði þann stiglægri nema í skák þeirra Harðar Jónassonar (1508) og Þórðar Guðmundssonar (1662) þar sem sæst var á skiptan hlut, sem telst samt varla til stórtíðinda. Þótt úrslitin væru eftir bókinni þá…

Fjörug fyrsta umferð í Meistaramóti Hugins

Það var hart barist í fyrstu umferð Meistaramóts Hugins sem hófst í gær og ekkert gefið eftir þótt stigamunur milli keppenda væri nokkur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós strax í fyrstu umferð. Hjálmar Sigurvaldason og Arnar Milutin Heiðarsson gerðu góð jafntefli við stigahærri keppendur. Björn Óli Hauksson vann svo Magnús Magnússon í skemmtilegri skák…

Meistaramót Hugins (suðursvæði) hefst annað kvöld miðvikudaginn 23. ágúst

Meistaramót Hugins (suðursvæði) 2017 hefst miðvikudaginn 23. ágúst klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót sem lýkur 5. október. Leyft verður að taka 2 yfirsetur í 1.- 6. umferð sem tilkynna þarf um fyrir lok næstu umferðar á undan. Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik. Mótið er öllum opið og er…

Dawid Kolka skákmeistari Hugins 2016

Aukakeppnin um titilinn skákmeistari Hugins fór fram sl. laugardag. Þar tefldu Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson og Óskar Víkingur Davíðsson um titilinn en þeir voru allir jafnir á meistaramótinu með 4v efstir Huginsmanna. Tefld var tvöföld umferð með umhugsunartímanum 15 mínútur á skák + 5 sekúndur á leik. Dawid tók strax í fyrri hlutanum forystu…

Davíð Kjartansson sigraði á Meistaramóti Hugins

Davíð Kjartansson (2356) sigraði á Meistaramóti Hugins sem lauk síðastliðið mánudagskvöldi. Davíð hlaut 6½ vinning í 7 skákum og var ótvírætt bestur á mótinu og vel að sigrinum kominn. Taflmennska hans var heilt yfir heildstæð og mistök fá þannig að hann gaf sjaldan höggstað á sér. Jafnir í öðru og þriðja sæti voru  Sævar Bjarnason…

Davíð Kjartansson í forystu fyrir lokaumferðina á Meistaramóti Hugins

Að loknum sex umferðum í Meistaramóti Hugins er Davíð Kjartansson efstur með 5,5v og hefur vinningsforskot á næstu menn. Það eru Björgvin Víglundsson og Mikael Jóhann Karlsson með 4,5v. Mikael Jóhann gerði jafntefli við Davíð í 6. umferð í köflóttri skák sem gat farið á ýmsa vegu en jafnteflið dugði til að hald lífi í…

Davíð á sigurbraut á Meistaramóti Hugins

Davíðs Kjartansson er einn efstur með 5v. að loknum 5. umferðum á Meistaramóti Hugins. Í fimmtu umferð sem fram fór sl mánudagskvöld tefldi Davíð við Jón Trausta Harðarson og vann sigur í skemmtilegri skák. Annar er Mikael Jóhann Karlsson með 4v en hann lagði Vigfús Ó. Vigfússon að velli með mikilli framrás kóngsins upp borðið.…