Tómas atskákmeistari Reykjavíkur og Kristján atskákmeistari Hugins

Tómas Björnsson sigraði á jöfnu og spennandi Atskákmóti Reykjavíkur sem fram fór síðast liðið mánudagskvöld. Tómas tefldi vel og af öryggi á mótinu og fékk 5,5v í sex skákum og varð atskákmeistari Reykjavíkur í fyrsta sinn. Jafnteflið kom í fimmtu umferð gegn Erni Leó Jóhannssyni. Örn Leó var þá búinn að gera jafntefli við Hilmir…

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 1. júlí

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 1. júlí í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Subway í Mjódd en fyrir þá tefldi Dagur Ragnarsson.  Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Þátttaka er ókeypis! Mjóddarmótið var fyrst…

Hraðkvöld mánudaginn 12. júní

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 12. júní nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eða 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hraðkvöldið verður reiknað til hraðskákstiga.   Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir…

Vignir Vatnar sigraði á hraðkvöldi

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði með fullu húsi á hraðkvöldi Hugins sem haldið var mánudaginn 29. maí sl. Tefldar voru átta umferðir og frá sjónarhóli skákstjórans, sem einnig var að tefla virtist þetta vera nokkuð öruggt hjá Vigni Vatnari. Vinningarnir streymdu í hús hjá honum jafnt og þétt og sigurinn tryggður fyrir síðustu umferð. Hann ætlaði…

Hraðkvöld Hugins mánudaginn 29. mai

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 29. maí nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eða 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hraðkvöldið verður reiknað til hraðskákstiga. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn…