Lokaæfing fyrir börn og unglinga næsta mánudag; Rayan efstur í stigakeppninni og hefur mætt best.

Barna- og unglingaæfingum Hugins í Mjóddinni lýkur næsta mánudag 6. maí. Æfingarnar í vetur verða alls 30 að lokaæfingunni meðtalinni. Engir hafa samt mætt betur í vetur en Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Kiril Alexander Timoshov og Árni Benediktsson. Þeir hafa mætt á flestar allar æfingarnar en einnig reiknast páskaeggjamótið með…