Dagur Ragnarsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guðmundur Kjartansson enduðu efstir og jafnir með 5v á vel sóttu Atskákmóti Reykjavíkur sem sem fram fór á mánudagskvöldið. Dagur var þeirra hæstur á stigum en hann sigraði Hjörvar í 5. umferð og tók þar með forystuna af Hjörvari fyrir lokaumferðina. Jafntefli við Omar Salama í lokaumferðinni þýddi hins vegar að þeir Hjörvar ásamt Guðmundi voru efstir og jafnir. Guðmundur byrjaði mótið með tapi gegn Páli Andrasyni og útlitið ekki beint bjart. Monrad meðbyr og hagstæð úrslit í lokaumferðunum fleyttu honum hins vegar áfram í mótinu og í úrslita viðureign milli efstu manna um titilinn. Tefld var einföld umferð með 5 mínútur á klukkunni. Þegar dregið var um töfluröð var niðurstaðan sú að Hjörvar fékk hvítt í báðum skákunum en tefldi í fyrstu umferð við Guðmund og svo við Dag í annarri umferð. Dagur fékk svart á móti Hjörvari og hvítt gegn Guðmundi í lokaumferðinni. Guðmundur fékk svart í báðum skákunum en fékk hlé á milli umferða. Leikar fóru svo þannig að Guðmundur vann Hjörvar í fyrstu umferð. Síðan vann Hjörvar Dag í annarri umferð og svo lagði Guðmundur Dag í lokaumferðinni. Þar með varð Guðmundur atskákmeistari Reykjavíkur og sýndi fram á að það borgar sig aldrei að gefast upp þótt á móti blási í upphafi. Hjörvar varð efstur Huginsmanna og því atskákmeistari Hugins annað árið í röð.
Lokastaðan á Atskákmóti Reykjavíkur:
Röð | Nafn | Vinn | TB1 | TB2 | TB3 |
1 | Dagur Ragnarsson | 5 | 25 | 17 | 20.5 |
2 | Hjörvar Steinn Grétarsson | 5 | 23 | 15 | 17.5 |
3 | Guðmundur Kjartansson | 5 | 20 | 14 | 15 |
4 | Omar Salama | 4.5 | 24 | 17 | 16.5 |
5 | Páll Andrason | 4.5 | 24 | 16 | 17 |
6 | Vignir Vatnar Stefánsson | 4 | 21 | 14 | 10.5 |
7 | Björn Hólm Birkisson | 4 | 21 | 14 | 12 |
8 | Gauti Páll Jónsson | 4 | 19 | 12 | 10.5 |
9 | Örn Leo Jóhannsson | 3.5 | 22 | 15 | 10.3 |
10 | Eirikur K. Björnsson | 3.5 | 19 | 12 | 9.25 |
11 | Snorri Þór Sigurðsson | 3.5 | 19 | 13 | 7.75 |
12 | Lárus Knútsson | 3 | 22 | 15 | 7.5 |
13 | Jon Olav Fivelstad | 3 | 20 | 13 | 7.5 |
14 | Loftur Baldvinsson | 3 | 19 | 13 | 6.5 |
15 | Vigfús Vigfússon | 3 | 19 | 14 | 6.5 |
16 | Hilmir Freyr Heimisson | 3 | 18 | 13 | 5 |
17 | Júlíus Friðjónsson | 3 | 18 | 12 | 7.5 |
18 | Jón Trausti Harðarson | 3 | 17 | 11 | 7 |
19 | Bárður Örn Birkisson | 3 | 14 | 9.5 | 5 |
20 | Aðalsteinn Thorarensen | 2.5 | 18 | 13 | 4.75 |
21 | Stefán Arnalds | 2.5 | 17 | 11 | 5.25 |
22 | Óskar Long Einarsson | 2.5 | 16 | 11 | 4.25 |
23 | Hörður Jónasson | 2 | 16 | 12 | 4 |
24 | Freyja Birkisdóttir | 2 | 16 | 11 | 3.5 |
25 | Veronika Steinunn Magnúsdóttir | 2 | 13 | 9 | 2.5 |
26 | Hjálmar Sigurvaldason | 1.5 | 16 | 10 | 1.25 |
27 | Arnar Milutin Hreiðarsson | 1.5 | 15 | 10 | 1.25 |
28 | Stephan Briem | 1.5 | 13 | 9 | 1.75 |
29 | Adam Omarsson | 1 | 11 | 7 | 0.5 |
30 | Björgvin Kristbergsson | 0.5 | 13 | 8.5 | 0.75 |