Dawid og Baltasar sigruðu örugglega eldri og yngri flokk á æfingu þann 20. október síðastliðinn. Baltasar var með fullt hús fyrir síðustu umferð og samdi stórmeistarajafntefli til að tryggja sér gullið, en hann náði 5,5 vinningum. Í öðru sæti var Alexander Már Bjarnþórsson með 5 vinninga og í þriðja sæti var Birgir Logi Steinþórsson með 3,5 vinninga. Í eldri flokki sigraði Dawid Kolka örugglega með 5 vinninga, en í öðru sæti var Alec Elías með 3,5 vinninga. Þrír voru með þrjá vinninga, Óskar Víkingur, Stefán Orri og Brynjar, en Óskar var hæstur á stigum og hafnaði því í þriðja sæti.
Nokkrir huginsmanna keppa á Skákþingi Garðabæjar sem einnig fer fram á mánudögum og fá þeir mætingastig. Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Alec Elías Sigurðarson, Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Brynjar Haraldsson, Heimir Páll Ragnarsson, Birgir Ívarsson, Valdimar John Parks, Atli Mar Baldursson, Baltasar Máni Wedholm, Alexander Már Bjarnþórsson, Birgir Logi Steinþórsson, Adam Omarsson, Óttar Örn Bergmann, Arnar Jónsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson og Jóhann Kanfory.
Næsta mánudag, þann 27. október, hefst unglingameistaramót Hugins og hefst það nokkru fyrr en unglingaæfingarnar gera alla jafna, eða kl. 16:30. Allir eru á grunnskólaaldri eru velkomnir, en engin þátttökugjöld eru. Mótinu verður svo fram haldið á þriðjudaginn 28. október kl. 16:30.