
Gawain Jones
Politiken Cup lauk í dag með sigri kínverjans Bu Xiangzhi (2693). Stórhuginn Gawain Jones (2665) átti gott mót og endaði í 2.-5. sæti með 8 vinninga.
Gawain tefldi nokkuð frísklega á mótinu og því ekki úr vegi að birta hér eina úr úrvalinu. Skákin var tefld í 10 umferð og stýrir Gawain svörtu mönnunum gegn Tiger Hilarp Persson. Upp kemur ansi magnaður kóngsindverji þar sem svartur lætur sér fátt um finnast þótt hvítur sé með sóknartilburði.