1. Sex manns eru í hvoru liði og tefld er tvöföld umferð, þ.e. allir í öðru liðinu tefla við alla í hinu liðinu. Samtals 12 umferðir, eða 72 skákir.
 2. Heimalið sér um dómgæslu. Komi til deiluatriða er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar. Mótshaldari leggur fram dómara í undanúrslit og úrslit.
 3. Undanúrslit og úrslit keppninnar verða reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga.
 4. Varamenn mega koma alls staðar inn. Þó skal gæta þess að menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstæðingi og hafi ekki sama lit í báðum skákunum.
 5. Ætlast er til þess að þeir sem tefli séu fullgildir meðlimir síns félags (á Keppendaskrá SÍ). Aðeins má tefla með einu taflfélagi í keppninni.
 6. Liðsstjórar koma sér saman um hvenær er teflt og innan tímaáætlunar. Komi liðsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónaraðili ákvarðað tímasetningu.
 7. Verði jafnt verður tefldur bráðabani. Það er tefld er einföld umferð þar sem dregið er um liti á fyrsta borði og svo hvítt og svart til skiptist. Verði enn jafnt verður áfram teflt áfram með skiptum litum þar til úrslit fást. 
 8. Heimalið bjóði upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur. Mótshaldari sér um veitingar í undanúrslitum og úrslitum.
 9. Meðlimir b-sveita skula ávallt vera stigalægri en meðlimir a-sveitar (FIDE-stig) sömu umferðar. Skákmaður sem hefur teflt með a-sveit getur ekki teflt með b-sveit síðar í keppninni.
 10. Viðureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst.ferðalag) frá Reykjavík nema að félög komi sér saman um annað.
 11. Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auðið er í netfangið hradskakkeppni@skakhuginn.is og eigi síðar en 12 klukkustundum eftir að keppni lýkur.
 12. Úrslit keppninnar verða ávallt aðgengileg á heimasíðu Hugins,www.skakhuginn.is sem er heimasíða keppninnar, og á www.skak.is.
 13. Mótshaldið er í höndum Skákfélagsins Hugins sem sér um framkvæmd mótsins og mun útvega verðlaunagripi.