Jón Kristinn Þorgeirsson er Íslandsmeistari í netskák 2016
Akureyringurinn knái, Jón Kristinn Þorgeirsson (Jokksi99) sigraði af fádæma öryggi á Íslandsmótinu í netskák sem fram fór í gær, sunnudag. Fullyrða má að Jón, sem um árabil hefur borið höfuð og herðar yfir aðra Norðlenska skákmenn, hafi verið í algjörum sérflokki á mótinu. Jón fékk alls 10,5 vinninga í 11 skákum, 1,5 vinningum meira en…