Rayan Sharifa og Einar Dagur Brynjarsson voru efstir og jafnir með 4v af 5 mögulegum á æfingu sem haldin var 8. maí sl. Rayan gerði tvö jafntefli á æfingunni. Í fyrstu umferð gegn Hans Vigni Gunnarssyni og í síðustu umferð gegn Brynjari Haraldssyni. Einar Dagur tapaði gegn Batel en vann aðra sem hann tefldi við. Þeir í efstu sætunum tefldu ekki innbyrðis. Í stigaútreikningnum hafði Rayan betur á hálfu stigi og hlaut fyrsta sætið en Einar Dagur annað sætið. Þriðji var svo Brynjar Haraldsson með 3,5v.
Það voru ekki dæmi lögð fyrir þátttakendur á þessari æfingu en þemaskák var í tveimur umferðum. Eins og undanfarið var það Skoski leikurinn og að þessu sinni Steinitz afbrigðið þegar hvítur leikur 5. Rb5.
Í æfingunni tóku þátt: Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Brynjar Haraldsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Batel Goitom Haile, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir, Garðar Már Einarsson, Hans Vignir Gunnarsson, Gunnar Freyr Valsson, Adrian Efraím Beniaminsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Gabríel Valgeirsson, Kiril Alexander Igorsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson og Wibet Goitom Haile
Næsta æfing verður mánudaginn 15. maí 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Þessum æfingum lýkur í lok maí þannig að það eru þrjár æfingar eftir og sú síðasta verður mánudaginn 29. mai nk. Á lokaæfingunni verð veittar viðurkenningar fyrir ástundun og frammistöðu á æfingunum. Yfirlit yfir besta mætingu og stöðuna í stigakeppni æfinganna er hér fyrir neðan.
Með besta mætingu eru:
Óttar Örn Bergmann Sigfússon 33 mætingar
Rayan Sharifa 33 —-“——
Gunnar Freyr Valsson 29 —-“——
Brynjar Haraldsson 28 —-“——
Brynjólfur Yan Brynjólfsson 28 —-“——
Einar Dagur Brynjarsson 28 —-“——
Óskar Víkingur Davíðsson 27 —-“——
Andri Hrannar Elvarsson 26 —-“——
Stefán Orri Davíðsson 26 —-“——
Batel Goitom Haile 26 —-“——
Zofia Momuntjuk 23 —-“——
Wiktoria Momuntjuk 21 —-“——
Efstir í stigakeppninni:
- Óskar Víkingur Davíðsson 56 stig
- Stefán Orri Davíðsson 30 –
- Óttar Örn Bergmann Sigfússon 28 –
- Batel Goitom Haile 27 –
- Einar Dagur Brynjarsson 26 –
- Rayan Sharifa 25 –
- Gunnar Freyr Valsson 16 –
- Þórdís Agla Jóhannsdóttir 13 –
- Andri Hrannar Elvarsson 12 –
- 10.Wiktoria Momuntjuk 12 –