Stefán Orri Davíðsson sigraði í eldri flokki á æfingu sem haldin var í Mjóddinni þann 19. október sl. Stefán Orri fékk fullt hús 6v og þar af voru 5v vegna skáka og 1v fyrir rétta lausn við dæmi æfingarinnar. Annar var Óskar Víkingur Davíðsson með 4,5v og þriðji Heimir Páll Ragnarsson með 4v. Í yngri flokki vann Gabríel Sær Bjarnþórsson jafn öruggan sigur með 5v í jafn mörgum skákum. Í öðru sæti var Adam Omarsson með 4v og þriðji Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 3v.
Í æfingunni tóku þátt: Stefán Orri Davíðsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Ísak Orri Karlsson, Stefán Karl Stefánsson, Freyja Dögg De Leon, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Adam Omarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Atli Róbertsson, Ólafur Björgvin Bæringsson, Eiríkur Þór Jónsson, Tara Lovísa Sigurjónsdóttir og Ásgeir Helgi Ásgeirsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 26. október og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.