Ákveðið hefur verið að Skákþing Norðlendinga 2020 fari fram á netinu (tornelo.com) sunnudaginn 13. desember kl 13:00. Öllum áhugasömum verður heimil þátttaka í mótinu en aðeins keppendur með lögheimili á Norðurlandi geta unnið til verðlauna. Ókeypis verður í mótið. Stefnt að því að tefla 9 umferðir með umhugsunartímanum 8-2. á mann, en endanlegur fjöldi umferða og umhugsunartími ræðst af þátttöku. Mótið hefst kl 13:00 og má búast við að því verði lokið kl 15:00. Gunnar Björnsson verður mótsstjóri. Tengill á mótið verður birtur á bráðlega sem og skráningarform.
Eftirfarandi Oddastig (tiebreaks) gilda í mótinu: Buchholz Cut 1, Buchholz, Direct encounter, AROC, The greater number of wins including forfeits.
Lokastaðan á chess-results gildir verði menn jafnir í efstu sætum
Veitt peningaverðlaun fyrir þrjá efstu keppendur á mótinu með lögheimili á Norðurlandi auk eignarbikara.
Verðlaun skiptast þannig:
1. sæti 25 þús
2. sæti 15 þús
3. sæti 10 þús
Eignarbikarar verða í verðlaun fyrir þrjá efstu í flokki 16 ára og yngri.
Það skal tekið fram að keppendur verða skyldaðir til að vera tengdir á ZOOM á aðalmótinu á sunnudag. Ótengdum keppendur á ZOOM er heimil þátttaka í mótinu, en geta ekki unnið til verðlauna.
Æfingamót haldið á fimmtudagskvöld
Til að minnka líkur á veseni hjá óvönum notendum tornelo, verður haldið sérstakt æfingamót nk. fimmtudagskvöld á tornelo.com.
Vonast er til að sem flestir skákmenn á Norðurlandi nýti sér þetta æfingamót og taki síðan þátt í aðalmótinu á sunnudaginn.
Æfingamótið hefst kl 19:30 á fimmtudagskvöldið og hægt er að skrá sig í það hér