Hér fyrir neðan eru endatafls þrautir. Þú stýrir alltaf hvítu mönnunum og reynir að þvinga fram mát. Þú smellir á þann mann sem þú ætlar að leika og dregur hann til og sleppir honum síðan á þann reit sem þú ætlar að setja hann á. Skákforrit leikur sjálfkrafa gegn þér leikjum fyrir svartan. Ef þér tekst ekki að máta, drepa einhvern mann eða peð áður en 50 leikjum er lokið í þrautinni, er skákin jafntefli og þér hefur mistekist að leysa þrautina. Þú getur alltaf byrjað upp á nýtt með því að smella á Start Over. Athugaðu að stöðumyndirnar hér fyrir neðan eru bara dæmi. Ef þú ýtir á Refresh eða F5 á lyklaborðinu þínu kemur upp önnur staða og þú getur reynt aftur með þeirri upphafsstöðu. Þannig getur þú þjálfað þig t.d. í mörgum útgáfum af máti með kóng+drottingu gegn kóngi, og mát með kóng og hrók gegn kóngi.

Smelltu á hverja þraut fyrir sig til að leysa hana og hún opnast í nýjum glugga. Gangi þér vel 🙂

 

Mát með kóng og drottingu

Mát með kóng og drottingu

mát með kóng og hrók

Mát með kóng og hrók

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í næstu tveim þrautum áttu að máta með Biskup + Biskup gegn kóngi og svo með Biskup + Riddara gegn Kóngi. (Ath. Það er ekki alveg hlaupið að því að máta með Biskup og Riddara)

 

Mát með tveim biskupum

Mát með tveim biskupum

Mát mep biskup og riddara

Mát með biskup og riddara

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í næstu tveimur þrautum átta að vekja upp drottningu með því að koma upp peði.

 

Mát með Kóng og peði

Mát með Kóng og peði

Mát með kóng og peði 2

Mát með kóng og peði 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérna getur þú æft þig í að máta með drottningu gegn Hróki

 

Mát með Drottningu gegn Hrók

Mát með Drottningu gegn Hrók

Mát með Drottningu gegn Hrók. 2

Mát með Drottningu gegn Hrók. 2