Stefán Orri Davíðsson sigraði í flokki 10 ára og yngri á Benidorm. XV Gran Torneo Internacional Aficionados sem lauk í morgun. Stefán Orri fékk 6,5v af sjö mögulegum og var einn í efsta sæti. Skv. upphaflegri stigröðun í byrjun móts var hann í 10 stæti. Stefán Orri stóð sig einnig vel í B-flokknum í aðalmótinu meðan hann tók þátt í honum. Samanlögð stigahækkun Stefán Orra á mótinu eru 186 stig. Hann verður því töluvert stigahærri þegar hann mætir til leik á mótum hér heima á nýju ári en hann hefur verið hingað til. Það eru eflaust ýmsir á hans reki sem líta það hýru auga að ná einhverju af þessum stigum af honum þegar þar að kemur.
Slóðin á lokastöðuna í unglingaflokknum 10 ára og yngri: https://info64.org/xii-torneo-int-nuevas-generaciones-sub10-2016/standings
Óskar Víkingur Davíðsson tefldi tveimur umferðum lengur í B-flokknum en Stefán Orri og vann báðar skákir sínar í þeim umferðum. Eftir það skipti hann yfir í unglingaflokkinn fyrir 12 ára og yngri þegar farið var að tefla tvær umferðir á dag í þeim flokki. Þessi skipti gengu ekki alveg upp hjá Óskari, því hann tók tvær hjásetur í upphafi móts og tapaði fyrir stigahæsta keppandanum í flokknum. Niðurstaðan hjá honum var því 3. – 10 sæti með 5v. Til að vinna flokkinn hefði hins vegar væntanlega dugað að vinna þennan með hæstu stigin en hjásetur í fyrstu tveimur umferðunum settu pressuna á Óskar. Það má því segja að Óskar hafi spennt bogann aðeins of hátt en frammistaðan hjá honum á mótinu í heild er samt mjög góð og 136 skákstig komu í hús hjá honum.
Slóðin á lokastöðuna í B-flokkinn er: https://info64.org/xv-gran-torneo-internacional-aficionados-s-2000/standings
Slóðin á lokastöðuna í flokknum fyrir 12 ára og yngri er: https://info64.org/xii-torneo-int-nuevas-generaciones-sub12-2016/standings