Huginn er stærsta og sterkasta skákfélag landsins með um 370 félagsmenn.

huginn_blatt_stortMarkmið Hugins er að auka áhuga og þekkingu á skák og halda uppi skemmtilegu félagsstarfi sem laðar þátttakendur af báðum kynjum og á öllum aldri til leiks.

Félagið rækir starfsemi sína í tveimur landshlutum, norðursvæði og suðursvæði. Á norðursvæði eru höfuðstöðvar í Þingeyjarsýslu en á suðursvæði eru höfuðstöðvar í Reykjavík..

Hraðkvöld í Mjóddinni mánudaginn 30. maí

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 30. maí nk.  og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Nú fer að síga á seinni hlutann á þessum skákæfingum en auk þessarar æfingar er aðeins æfingin 6. júní eftir.…

Lesa

Dawid og Jósef efstir á æfingu

Dawid Kolka vann eldri flokkinn  og Jósef Omarsson vann yngri flokkinn á Huginsæfingu sem haldin var 23. mai sl. Dawid fékk 7,5v af átta mögulegum. Það var Óskar Víkingur sem náði jafnteflinu í barningsskák. Aðra andstæðinga vann Dawid örugglega og leysti að auki dæmi æfingarinnar. Það gerðu líka flestir sem við það reyndu. Dæmið snérist…

Lesa

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 4. júní – Skráning og skráðir keppendur

Mjóddarmótið fer fram laugardaginn 4. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótið hefst kl. 14 og er mótið öllum opið. Góð verðlaun í boði.  Á síðasta ári sigraði Frú Sigurlaug en fyrir hana tefldi Einar Hjali Jensson.  Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á skak.is Þátttaka er ókeypis! Mjóddarmótið var fyrst haldið 1999 og hét þá Kosningamót Hellis…

Lesa

Smári efstur á lokaæfingunni – Rúnar efstur í samanlögðu

Smári Sigurðsson varð efstur á síðustu skákæfingu vetrarins á Húsavík sem fram fór í gærkvöld.   Smári fékk 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Hlynur Snær kom næstu Smára með 4 vinninga, Hermann fékk 2,5, Heimir fékk 2, Sigurbjörn fékk 1,5 og Eyþór Kári fékk hálfan vinning.           Rúnar Ísleifsson varð efstur…

Lesa
Auglýsing – Sparisjóður Suður Þingeyjarsýslu
Auglýsing – Hafgæði
Auglýsing – Nói Siríus
Auglýsing – Þingeyjarsveit
Auglýsing – Tölvulistinn
Auglýsing – ITR
Auglýsing – Jarðböðin í Mývatnssveit
Auglýsing – 641.is

Skildu eftir svar