Huginn er stærsta og sterkasta skákfélag landsins með um 370 félagsmenn.

huginn_blatt_stortMarkmið Hugins er að auka áhuga og þekkingu á skák og halda uppi skemmtilegu félagsstarfi sem laðar þátttakendur af báðum kynjum og á öllum aldri til leiks.

Félagið rækir starfsemi sína í tveimur landshlutum, norðursvæði og suðursvæði. Á norðursvæði eru höfuðstöðvar í Þingeyjarsýslu en á suðursvæði eru höfuðstöðvar í Reykjavík..

Hraðkvöld í Mjóddinni mánudaginn 31. október.

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 31. október nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik eða 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik eftir fjölda umferða. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hraðkvöldið verður reiknað til hraðskákstiga. Sigurvegarinn á hraðkvöldinu…

Lesa

Framsýnarmótið í skák 2016 fer fram 11-13. nóvember

Framsýnarmótið í skák 2016 Verður haldið í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík helgina 11-13 nóvember nk. Tefldar verða 7 umferðir alls, fyrstu fjórar með atksákartímamörkum (25 mín) en þrjár síðari skákirnar með 90 mín + 30 sek/leik. Þátttökugjald 2000 kr en 1000 kr fyrir 16 ára og yngri. Dagskrá: (gæti tekið breytingum) Föstudagur 11.…

Lesa

Tómas Veigar 15 mínútna meistari þriðja árið í röð

Tómas Veigar Sigurðarson sigraði mjög örugglega á 15 mínútna móti Hugins (N) sem fram fór á Húsavík á föstudagskvöld. Tómas lagði alla andstæðinga sína að velli, mis örugglega þó, og var með árangursstig uppá 2521 stig. Smári Sigurðsson varð í öðru sæti með 4,5 vinninga og Rúnar Ísleifsson í þriðja sæti með 4 vinninga.   Hvítur (Tómas) lék…

Lesa

15 mín skákmót Hugins fer fram á föstudagskvöld

Hið árlega 15 mín skákmót Hugins á Húsavík verður haldið föstudagskvöldið 21. október í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík og hefst mótið kl 20:00. Áætluð mótslok eru um kl 23:00. Tefldar verða 7 umferðir eftir sviss-manager kerfi og verður umhugsunartíminn 15 mín, eins og gefur að skilja. Umferðafjöldinn fer þó eftir fjölda keppenda. Mótið verður…

Lesa

Huginn hraðskákmeistari taflfélaga

Úrslit Íslandsmóts skákfélaga í hraðskák sl. laugardag. Skákfélagið Huginn varði Íslandsmeistaratitil sinn með því að sigra Taflfélag Reykjavíkur í hörkuskemmtilegri viðureign með 39 vinningum gegn 33. Lokatalan segir ekki alla söguna um baráttuna því að Huginn sigraði í 6 umferðum, TR í 5 og aðeins einni umferð lauk með jafntefli. Flesta vinninga Huginsmanna hlutu Hjörvar…

Lesa

Góður árangur hjá Huginn á Íslandsmóti ungmenna.

Huginn fékk tvo Íslandsmeistara á Íslandsmóti ungmenna sem  fram fór um síðustu helgi í Rimaskóla. Að auki kom eitt silfur og tvö brons í hús hjá Huginn. Óskar Víkingur Davíðsson (11-12 ára) og Stefán Orri Davíðsson (9-10 ára) urðu Íslandsmeistarar í sínum flokkum. Teflt var um tíu Íslandsmeistaratitla og 96 skákmenn tóku þátt.        …

Lesa
Auglýsing – Nói Siríus
Auglýsing – ITR
Auglýsing – Jarðböðin í Mývatnssveit
Auglýsing – Tölvulistinn
Auglýsing – Hafgæði
Auglýsing – Sparisjóður Suður Þingeyjarsýslu
Auglýsing – Þingeyjarsveit
Auglýsing – 641.is

Skildu eftir svar